Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 77
Mósebækur og Njála
Athyglisverða blöndun Gamla testamentisins og Njálu er að finna í einni
nýlegri og marglofaðri skáldsögu. Þar er um að ræða bókina Karitas án tit-
ils eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.
Það atriði sem vakti sérstaka athygli mína við lestur hennar var Gamla
testamentið og Njála tvinnast þar saman. Segja má að ég hafi verið farinn
að bíða eftir því að rekast á dæmi þess að Biblíunni og Njálu væri einhvers
staðar blandað saman, svo áhrifamikil sem bæði þessi rit eru í menning-
arsögu þjóðarinnar.
í bókinni Karítas án titils segir frá samnefndri konu, æsku hennar og
uppvexti, þrám hennar og vonbrigðum.
Ekkja af Vestfjörðum hefur flutt til Akureyrar ásamt sex börnum sínum
í þeim tilgangi að koma þeim til mennta. Karítas er ein þeirra. Á Akureyri
fengu þau inni í fiskhúsi, í einu herbergi á efri hæð hússins. Þar setjast þau
að í þeirri litlu kytru sem þeim stóð til boða og fannst sem þau væru hneppt
í fjötra.
Móðir barnanna sex reynir að létta þeim lund, dregur upp kandís og
býður þeim. Síðan tekur hún sér ritninguna í hönd og spyr hvort þau
vilji heyra sögur úr Gamla eða Nýja testamentinu. Bræðurnir vilja heyra
af Móse, vegna þess að þeim fannst svo hrífandi frásögnin um það þegar
vötnin klofnuðu.
Ekki verður Steinunn ekkjan vestfirska við þeirri ósk sona sinna, sagðist
vera búin að segja þeim þá sögu svo oft. Og nú vitna ég orðrétt í skáldsög-
una:
Ætli ég segi ykkur ekki heldur söguna af því þegar dóttir Jakobs lendir í
klónum á syni Hemors. (1M 34, aths. mín). Hún bruddi kandísinn í skyndi,
opnaði Biblíuna og fletti, fann réttan ritningarstað og las fyrstu grein. Lét
bókina síga í kjöltu sér, einblíndi út um gluggann á bjart sumarkvöldið og
hélt sögunni áfram. Það var ekkert óvanalegt því hún kunni Biblíuna svo til
utanbókar. En þegar á frásögnina leið færðist smám saman furðusvipur yfír
75