Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 79
Sérlega minnistæð eru eftirfarandi ummæli hans: „Kannski er hæfileiki
okkar til að skapa sönnun þess að við vorum sköpuð í mynd Guðs.“ 10
Þarna vitnar Tarkovskí í einhvern kunnasta textann úr Mósebókum, þ.e.
frásögnina af sköpun mannsins í mynd Guðs, í 1. Mósebók 1.26-28.* 11 Það er
dæmi um biblíutexta sem hefur haft hreint ótrúleg áhrif. Fræðimenn hafa
glímt við merkingu hans og aldur og hann hefur einnig orðið listamönn-
um tilefni til margvíslegra túlkana. Túlkun kvikmyndagerðarmannsins
Tarkovsky á textanum er mjög áhugaverð.
Meðal stefja úr 1. Mósebók sem koma fyrir í fjölmörgum kvikmynda
Tarkovskís er Paradísarmissir. Lífsins tré kemur líka talsvert við sögu og í
Nostalgíu, sem mér finnst hans áhugaverðasta mynd, má sjá augljósa skír-
skotun til Adams og Evu, paradísarmissis þeirra og ruglings tungumálsins
undir áhrifum frá frásögninni af Babelturninum í 1. Mósebók 11.
Hinar mörgu myndir af Móse
Það er sláandi hversu margbreytileg mynd af Móse blasir við lesendum
Mósebóka, hversu fjölbreytilegu hlutverki hann hefur gegnt. Hann ólst upp
við hirð Faraós, varð síðar fjárhirðir um skeið, gerðist leiðtogi þjóðar sinnar
á frumskeiði hennar og flótta, frelsari hennar úr ánauðinni í Egyptalandi,
meðalgangari Guðs og þjóðarinnar við Sínaí. Hann var sá sem miðlaði lög-
málinu, hann dæmdi í málum fólksins, sagði fólkinu til syndanna og brást
við möglun þess á eyðimerkurgöngunni. Hann bað og fyrir þjóðinni, var
sannkallaður leiðtogi hennar í blíðu og stríðu.
Hann var allt í senn spámaður, prestur og dómari og þess er einnig getið
að hann hafi verið öllum mönnum hógværari (4M 12.3). Fortíð hans er
þó ekki flekklaus þar sem hann hafði orðið manni að bana. Þannig hafði
10 A. Tarkovsky, Sculpting in Time 1986, s. 241.
11 Um túlkunarsögu þessa texta íjatlaði ég í doktorsritgerð minni. Sjá Gunnlaugur A. Jónsson 1988.
77