Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Side 83
ásamt vögnum hans og riddurum fóru út í hafið, lét Drottinn vötn sjávarins
flæðayfirþá“ (2.M. 15:19).
í Ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar, sem Þórbergur Þórðarson skráði,
segir frá því á einum stað að sr. Árni hafi gengið þurrum fótum yfír Haf-
fjarðará. Óneitanlega kemur lesandanum í hug ganga ísraelsmanna yfir
Rauða hafið og er raunar lítill vafi á því að frásögnin af göngu sr. Árna yfir
Haffjarðará er undir áhrifum frá hinni biblíulegu frásögn af flótta Móse og
hans manna undan stríðsmönnum Faraós. Um þetta atvik segir sr. Árni:
„Hitt er víst, að enginn lifandi maður veit þess dæmi og ekki eru til um
það neinar sagnir, mér vitanlega, að Haffjarðará hafi nokkurn tíma þornað
nema í þetta eina skipti.“20
Móse og selirnir í Suðursveit
í annarri bók Þórbergs Þórðarsonar, Steinarnir tala, er að fínna skemmti-
lega sögu sem sýnir vel að frásögnin af „undrinu við hafíð,“ þ.e. björgun
hebresku þrælanna á flótta þeirra frá Egyptalandi (2M 14-15), hefur lifað
meðal íslenskrar alþýðu gegnum aldirnar. Þar segir Þórbergur frá Guðnýju
ömmu sinni og einkennilegri sögu er hún sagði honum.
Hún var af því, þegar ísraelslýður flúði úr þrældóminum í Egyptalandi. Þá
bjó Guð til þurrar traðir handa honum gegnum Hafið rauða, af því að þetta
var gott fólk. En stríðsmenn Faraós komu hlaupandi á eftir því og ætluðu
að drepa það. En þegar þeir voru komnir út í traðirnar, þá hleypti Guð sjó í
þær, og allir stríðsmennirnir drukknuðu, en fsraelsfólkið slapp á þurrt land.
Og amma mín raulaði einhverja vísu, sem þetta var í:
„Og Faraó með sinn heimskuher
í Hafinu rauða drekkti sér“.
Það létti yfir mér, þegar Guð var búinn að drekkja stríðsmönnum Faraós í
tröðunum, en þá fór ég að heyra meira í skruggunum. Þetta voru illmenni,
sem ætluðu að drepa saklaust fólk. Þess vegna hleypti Guð sjó í traðirnar.
Mér þótti vænna um hann á eftir. Það var alltaf sagt í Suðursveit, að ísraels-
20 Þórbergur Þórðarson, Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar 2. Bindi, s. 321.
81