Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 85
Fjármálaráðherrann og hagfræði Gamla testamentisins
Skömmu eftir að Geir Haarde, núverandi forsætissráðherra, hafði tekið
við embætti fjármálaráðherra sagði hann að nauðsynlegt væri að grípa til
hagfræði Gamla testamentisins, þ.e. að leggja fyrir til mögru áranna. Ekki
er vafi á því að flestir unglingar skilja hvað hér er átt við en ekki er eins víst
að jafnmargir muni hvaðan líkingin er tekin.
Um er að ræða draumaráðningar Jósefs sem sagt er frá í 1. Mósebók
41. Hér höfum við enn eitt dæmið um að Gamla testamentið lifír að ýmsu
leyti allgóðu lífi meðal íslensks almennings og er hluti af daglegu lífí okkar
íslendinga, eins og áður var rakið með dæmum úr bók Jóns Friðjónssonar
Rœtur málsins.
Móse og hvíldardagurinn
EkJci verður skilið við þetta efni án þess að minnast á borðinu tíu. Ég læt
nægja að víkja að hvíldardagsboðinu. Það markaði mikil þáttaskil í trúar-
bragðasögunni.24
Ekkert annað boðorð í Gamla testamentinu, að fyrsta boðorðinu einu
undanskildu, hefur haft jafn mikil áhrif á þróun þjóðfélagshugmynda.
Þrællinn jafnt og húsbóndinn, skepnurnar ekki síður en maðurinn eiga,
samlcvæmt því, að fá ákveðinn tíma til hvíldar. Hvíldardagsboðorðið var því
ekki aðeins hentugt tilefni til hvíldar heldur var það líka mannúðarkrafa,
t.d. gagnvart vinnuhjúum og útlendingum. Dagurinn var settur til marks
um þann tíma sem var tekinn sérstaklega frá handa Guði.
Við búum enn að hvíldardagsboðinu en það gæti orðið tilefni langrar um-
fjöllunar hvernig með það er farið og hve mjög hefur dregið úr vægi þess.
Það kom mjög við sögu í einhverjum mikilvægustu guðfræðideilum
sem orðið hafa hér á landi, deilunum um upphaf biblíugagnrýninnar.
24 Sbr. N. Lohfink, Great Themesfrom the Old Testament. 1982, s. 183-222.
83