Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Side 89

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Side 89
Elskan til Guðs og náungans Tvöfalda kærleiksboðorðið um elskuna til Guðs og náungans er gjarnan talinn grundvöllur kristinnar siðfræði. En það vill oft gleymast að bæði eru þessi boðorð til staðar i Gamla testamentinu og raunar bæði í Mósebókum. í 3. Mósebók 19.18 segir: „Þú skalt elska náungann eins og sjálfan þig“ og 5. Mósebók 6.4: „Þú skalt elska Drottin, Guð þinn af öllu hjarta þínu og af allri sálu sinni og af öllum mætti þínum.“ Oft er sagt að hin nýja vídd í kristinni siðfræði sé að þessi tvö boðorð, elskan til Guðs og náungans séu tengd saman. Hvað sem því líður er ljóst að grunninn að hinu tvöfalda kær- leiksboðorði er að finna í Mósebókum. Mikilvægi áhrifasögu Mósebóka Dæmin sem hér hafa verið rakin ættu að nægja til að sýna að áhrif Mósebóka eru enn mjög veruleg í samfélagi okkar og mætti að sjálfsögðu sína fram á það á mun rækilegri hátt með ítarlegri skrifum og með því að margfalda dæmin. Hvort sem við tölum um áhrifasögurannsóknir eða viðtökurannsóknir í biblíufræðum þá eru þær til þess fallnar að andæfa þeirri útbreiddu skoðun að biblíutextarnir séu aðeins dauð fornfræði. Dæmin sem hér hafa verið rakin ættu að sýna að textarnir kvikna stöðugt til lífs og eru með marg- víslegum hætti nýttir og heimfærðir upp á atburði á líðandi stundu. Lengst af hafa ritskýrendur að heita má alveg vanrækt þennan þátt sem ég hef stundum kallað framhaldslíf Biblíutextanna. Nú er þar að verða ánægjuleg breyting á eins útgáfa nýju áhrifasöguritraðarinnar hjá Black- well-útgáfufyrirtækinu, sem áður var getið, er gleggsta dæmið um. Þetta er spennandi þróun og var ekki seinna vænna að biblíufræðingar létu af því furðulega tómlæti sem þeir hafa sýnt áhrifasögu biblíutextanna. í því tómlæti felst undarleg mótsögn. Það er ljóst að biblíufræði eru stunduð í háskólum um allan hinn vestræna heim og raunar mun víðar 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.