Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Síða 95
Þá má jafnvel halda því fram að þar sé enn til staðar trúarlega skilgreint
ríkisvald.5
í framhaldi af breyttu stjórnarformi ríkisins boðaði konungur að ákvarð-
anir um stöðu íslands í ríkinu yrðu ekki lögleiddar fyrr en eftir að íslend-
ingar hefðu látið álit sitt þar um í ljós „á þingi sér, sem þeir eiga í land-
inu sjálfu.“6 Til að leita þess álits var þjóðfundurinn kvaddur saman. Litu
íslendingar á hann sem stjórnlagaþing sitt er setja skyldi landinu stjórn-
arskrá líkt og gerst hafði í Danmörku fáum árum áður.
Markmið danskra stjórnvalda var að júnístjórnarskráin öðlaðist einnig
gildi hér á landi og að þegnar konungs á íslandi yrðu þar með hluttakendur í
þeim auknu borgaralegu réttindum sem hún tryggði. Svo varð þó ekki vegna
átakanna um stöðu landsins í alríkisheildinni sem brutust út á þjóðfundinum.
Leiddi þetta til spennu milli íslendinga og stjórnvalda ytra eins og til dæmis
kom fram í togstreitu um landvistarleyfi gyðinga hér, rétt kaþólskra manna til
messuhalds og ekki síst réttindi þeirra sem snerust til mormónatrúar. Dönsk
stjórnvöld vildu að sem líkust lög giltu í ríkinu öllu og að þeir sem dveldu
innan landamæra þess nytu sem líkastra mannréttinda. Meðal forystumanna
íslendinga ríkti hins vegar almenn íhaldssemi í innanríkismálum þrátt fyrir
frjálslyndi þeirra flestra og jafnvel róttækni í sjálfstæðisbaráttunni sjálfri.7 Þá
gætti einnig þess ótta að aukin réttindi á afmörkuðum sviðum, til dæmis trú-
frelsi, kæmu í veg fyrir þá allsherjarréttarbót sem barist var fyrir þjóðinni til
handa og fólst í aukinni sjálfsstjórn hennar.8 Vegna átakanna um stöðu íslands
5 Sjá t.d. Lindhardt 2005, s. 1, 48, 531. Ríkiskirkja er hér notað um kirkjuskipan sem einkennist af því að
kirkjustofnunin er lítt aðgreinanleg frá ríkisvaldinu og lýtur stjórn þess basði í innri og ytri málum. Þjóðkirkja
er aftur á móti notað um kirkju sem er stofnunarlega aðskilin frá ríkinu, nýtur umtalsverðrar sjálfsstjórnar
og býr að skipulagi sem tryggir söfnuðum lýðræðislega aðkomu að eigin málum og æðstu stjórn kirkjunnar.
Með svokölluðum þjóðkirkjulögum sem gengu í gildi 1. jan. 1998 voru hliðstæð lög og „fyrirheitsgreinin“
danska kveður á um sett hér á landi. Lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar 1997 nr. 78 26. maí.
http://www.althingi.is/lagas/nuna/lagas.nofn.html
6 Lovs. f. Isl. 1868(14), s. 183-185. Tíð. frá þjóðf., s. 540-543. Einar Laxness 1995(1), s. 115. Einar Laxness
1995(3), s. 149, 152.
7 Guðmundur Hálfdánarson 1993, s. 35-39. Einar Laxness 1995(3), s. 153.
8 Hjalti Hugason 2006, s. 62-63.
93