Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Side 97
og í Danmörku, síðan eptir siðabótina, sumsje sú hin evangelisk-lúterska,
en að á íslandi hafi hver maður, sem játar kristna trú, af hvaða trúarbragða
flokki, sem er, trúar og hugsunarfrelsi, þó svo, að sá, sem víkur opinberlega
frá þjóðkirkjunni, missi rjettinda þeirra, sem þjóðkirkjan veitir játendum
sínum. - þar á meðal rjettar til prests og hvers annars kennara embættis
- og að börn þeirra, sem heyra til annarlegum trúarbragðaflokki, sjeu upp-
frædd á skauti þjóðkirkjunnar og játi trú hennar í confirmatíóninni.12
Á þessum tíma var merking þjóðkirkjuhugtaksins enn næsta óljós. Á þess-
um stað er það sýnilega notað um eldri skipan kirkjumála en ekki viðhaft
um nýtt fyrirkomulag. Því er ljóst að það hefur aðeins lýsandi merkingu og
er notað um þá kirkju sem þjóðin tilheyrir, kirkju þjóðarinnar.
í álitinu er annars mælt með mun takmarkaðra trúfrelsi en komið var á
í Danmörku. Það átti aðeins að ná til kristinna kirkjudeilda en ekki annarra
trúarbragða til dæmis gyðingdóms en gyðingar voru nokkuð fjölmennir í
Danmörku. Þá átti það aðeins að fela í sér skoðunarfrelsi og taka þar með
einungis til einkalífs fólks. Þeir sem opinberlega viku frá kenningu þjóð-
kirkjunnar skyldu aftur á móti ekki njóta fullkominna borgaralegra rétt-
inda. Óljóst er hve mikla réttarskerðingu nefndarmenn gátu hugsað sér en
þeir nefndu aðeins þá mikilvægustu, sem sé að enginn mætti sinna kennslu
nema vera í lúthersku kirkjunni. Þannig skyldi stemmt stigu við útbreiðslu
„annarlegra“ trúarhugmynda.
Á þessum tíma voru fræðslumál nátengd kirkjumálum og alþýðufræðsla
fólst að miklu leyti í að miðla kristnum fræðum. Hún fór að mestu fram á
heimilum og nánast engir barnakennarar voru starfandi í landinu. í kröf-
unni um að kennarar væru lútherskir fólst því fyrst og fremst að einvörð-
ungu lútherskir menn mættu kenna við Prestaskólann og Lærða skólann
burtséð frá kennslugreinum. Þessu náskylt var að það trúarlega umburð-
arlyndi fremur en trúfrelsi sem mælt var með átti ekki að ná til barna fólks
sem ekki játaði kristna trú í hinni lúthersku mynd hennar heldur skyldu
12 Undirbúningsblað 1850-1851(2), s. 9.
95