Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 98
þau skírð, uppfrædd og fermd í þjóðkirkjunni. Þannig skyldi stefna stigu
við að „annarlegar“ trúarskoðanir héldust í ættum. Frumlægur uppeld-
isréttur foreldra sem nú telst til almennra mannréttinda var því ekki við-
urkenndur.13
í dönsku stjórnarskránni var þess ekki krafist að börn væru skírð eða
fermd ef foreldrar voru utan þjóðkirkju og í norsku stjórnarskránni frá
1814 var þess aðeins krafist að þeir sem væru í lúthersku kirkjunni veittu
börnum sínum trúarlegt uppeldi í anda hennar.14
Af þessu má sjá að Vestur-Skaftfellingar mæltu fyrir dæmigerðum
dissenterlögum sem heimila takmörkuð frávik frá meirihlutaátrúnaði en
áskilja að almenn mannréttindi þeirra sem notfæra sér slíkan rétt séu tak-
mörkuð.
Samkvæmt þessu nefndaráliti gátu ekki aðrir notið trúfrelsis en fulltíða
einstaklingar, útlendingar sem voru aldir upp í annari kristinni kirkju en
hinni lúthersku eða íslendingar sem snúist höfðu til annarar kirkjudeildar
og þá erlendis. í meginatriðum var því mælt með að farin yrði sama leið og
í kaupstaða- og verslunartilskipununum frá níunda tug 18. aldar að öðru
leyti en því að hið takmarkaða trúfrelsi sem þær boðuðu skyldi nú ná til alls
landsins en ekki aðeins kaupstaða.15 Hér var því ekki lögð til nein stefnu-
breyting í trúarpólitískum efnum og mælt með mun minni breytingum en
gerst höfðu í Danmörku. Miklu skipti án efa fyrir þann anda sem ríkir í
álitinu að þjóðfundarfulltrúi Skaftfellinga, Jón Guðmundsson (1807-1875)
sýslumaður og síðar ritstjóri, tók ekki þátt í störfum nefndarinnar. Hann
13 Um rétt foreldra til að ráða fræðslu barna sinna um trúar- og lífsskoðanir sjá Lög um mannréttindasáttmála
Evrópu. Samningsviðauka nr. 1. 2. gr. http://www.althingi.is/lagas/132a/1994062.html 1883 lagði Jón Ólafs-
son (1850-1916) ritstjóri og þm. S.-Múlasýslu þunga áherslu á þennan rétt í frumvarpi um réttindi og skyldur
„einstakra manna og kirkjufjelaga, sem ekki eru í þjóðkirkjunni" en í baráttu sinni fyrir frumvarpinu spurði
hann m.a. hvort forráðaréttur foreldra yfir börnum sínum væri ekki „ein hin helgustu persónulegu borgaraleg
rjettindi“ og átti þar við réttin til að ákveða um trúarlega uppfræðslu þeirra. Alþ. tíð. 1883(B), s. 99.
14 Norges Riges Grundlov. (4. gr.). http://www.w3.org/People/howcome/lover/grunlov.html
15 Lovs. f. Isl. 1855(5), s. 334, 336,436, 439-440. Hjalti Hugason 2003, s. 41-42.
96