Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Side 100
Nefnd Árnesinga vildi fara enn hægar í sakirnar:
Það viljum vjer, eptir beztu sannfæringu, leggja til, að hin evangelisk-lúth-
erska kirkja verði sem bezt vernduð og styrkt af stjórninni, og að skinsam-
legar skorður verði reistar gegn öllu því, sem siðgæði spillir og góðri reglu.20
Árnesingarnir vildu standa vörð um óbreytt ástand. Orðalag álitsins end-
urspeglar vissulega trúmálagreinar dönsku og síðar íslensku stjórnarskrár-
innar (núv. 62. og 63. gr.) þar sem rætt er um vernd og styrk, siðgæði og
reglu.21 Ekki verður þó annað séð en mælt sé með að trúarlega skilgreindu
ríkisvaldi væri viðhaldið hér eða í það minnsta að kirkjuskipaninni yrði
haldið innan ramma ríkiskirkjufyrirkomulags. Með hliðsjón af umræðum
á Alþingi á næstu áratugum er freistandi að líta svo á að áherslan á óspillt
siðgæði og góða reglu feli í sér andstöðu við trúfrelsi en íjölbreytni í trú-
arefnum var oft talin hleypa þessu æskilega ástandi í uppnám.
Þrátt fyrir að nefndin virðist með þessu leggjast gegn trúfrelsi mælti hún
með ýmsum almennum mannréttindum. Má þar nefna frelsi dómstóla,
„fullrjetti“ einstaklinga „á sjálfum sjer og eignum þínum“, þ. e. friðhelgi
einkalífsins og eignhelgi, þá var mælt með tjáningarfrelsi, félagafrelsi og
atvinnufrelsi þótt farið væri varlega í sakirnar og lögð áhersla á að allir yrðu
að vera ábyrgir orða sinna „sem vera kynnu gegn lögum og rjetti“.22
í Mýrasýslu leit nefnd svo á að henni bæri að taka saman frumvarp
að stjórnarská fyrir landið og lagði þá dönsku til grundvallar hvað efn-
isskipan áhrærði.23 Lagði hún til að í fyrsta kafla (4. gr.) væri kveðið á um
kirkjuskipan landsins á þessa leið: „Hin evangelisku-lúthersku trúarbrögð
eru þjóðtrú íslendinga."24 Hvergi var hins vegar vikið að trúfrelsi í álitinu
20 Undirbúningsblað 1850-1851(3), s. 20.
21 Stjórnarskrá 1996, s. 61.
22 Undirbúningsblað 1850-1851(3), s. 20.
23 Undirbúningsblað 1850-1851(3), s. 23. Undirbúningsblað 1850-1851(4), s. 27. Tíð. fráþjóðf., s. 3.
24 Þá skyldi 5. gr. skylda konung Íslands (og Danmerkur) til að aðhyllast "þjóðtrúna”. Undirbúningsblað 1850-
1851(3), s. 23.
98