Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 101
enda lögð áhersla á skilgreinda „þjóðtru', það er opinberan átrúnað. Sam-
kvæmt tillögunni skyldi því haldið í trúarlega skilgreint ríkisvald. Trúfrelsi
var ekki samrýmanlegt þeirri skipan en nefndin mælti aftur á móti með
ýmsum öðrum borgaralegum réttindum, friðhelgi heimila og eignarréttar,
prentfrelsi, félagafrelsi og fundafrelsi auk nokkura efnahagslegra mann-
réttinda, þ. e. réttar til styrkja úr almennum sjóði gæti maður ekki séð sér
farborða.25 Við sama tón kvað í stuttu nefndaráliti úr ísafjarðarsýslu sem
einnig mælti með skilgreindri evangelísk-lútherskri „þjóðtrú“ sem ekki
rúmaði trúfrelsi.26
Fulltrúar Húnavatnssýslu reyndust þó íhaldssamastir en þeir lögðu til
að tekið yrði af skarið um að á íslandi ríkti ekki trúfrelsi og vildu að kirkju-
skipan landsins væri orðuð svo:
Hin evangeliska-lútherska kirkja er þjóðkirkja íslands og sem þvílíkri veit-
ir stjórnin henni vernd sína; enginn frábrugðinn trúarbragðaflokkur má
líðast á íslandi.27
Hér var raunar gengið svo langt að mæla með að sá vísir að trúfrelsi sem
komið var á með kaupstaðatilskipuninni yrði afnuminn en um miðja 19.
öld gilti hún að minnsta kosti í Reykjavík þótt aðrir kaupstaðir hefðu misst
réttindi sín tímabundið.28 Varðandi stjórn kirkjumála lagði nefndin til að
biskup hefði sem líkust völd og ábyrgð á andlega sviðinu og „landstjórinn“
(svo kallaðist arftaki stiftamtmanns í álitinu en var í fyllingu tímans nefnd-
ur landshöfðingi) hafði á veraldlega sviðinu. Nefndin gerði þó ráð fyrir að
ýmis mál heyrðu undir þá saman líkt og verið hafði með stiftsyfirvöld en
það var sameiginlegt embættisheiti stiftamtmanns og biskups frá upphafi
25 Undirbúningsblað 1850-1851(4), s. 26.
26 „Þjóðtrú vor Islendinga skal vera hin evangeliska-lútherska trú, og er stjórn vor skyld að vernda hana“. Undir-
búningsblað 1850-1851(4), s. 28.
27 Undirbúningsblað 1850-1851(4), s. 32.
28 Sjá Einar Laxness 1995(2), s. 37.
99