Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Síða 102
19. aldar enda áleit nefndin ekki að í tillögunum fælust verulegar breyt-
ingar.29 Ekki gerði nefndin því ráð fyrir skýrum skilum milli kirkjumála og
veraldlegra málefna né að kirkjan yrði að einhverju leyti gerð sjálfstæð eins
og þó kom fram í tillögu Skaftfellinga.
Nefnd Rangæinga var inni á svipuðum brautum og rakið hefur verið hér
að framan þar sem hún lagði áherslu á að „hin evanglisku kristilegu trúar-
börgð skyldu ætíð vera þjóðtrú Islendínga“. Skyldi konungur meðal ann-
ars styðja þau með því að beita sér fyrir því að ungir sem gamlir öðluðust
stöðugt meiri þekkingu á þeim. Væru það enda sameiginlegir hagsmunir
þjóðar og stjórnar því þannig yrðu menn betri borgarar landsins og trúari
þegnar konungs.30
Nefnd Skagfirðinga fjallaði ekki um játningargrunn kirkjunnar en tjáði
sig um stjórn kirkjumála um leið og hún íjallaði um æðstu stjórn lands-
ins. Mælti hún fyrir heimastjórn sem skyldi vera í höndum þriggja „stjórn-
arherra“ sem kjörnir væru af Alþingi: „Löggæzlustjóra" sem vera skyldi
æðsti veraldlegi valdamaður á landinu, „landsíjárhyrðis“ og þriðja „ráð-
herrans“ sem „... hafi kirkjunnar, skólans og fræðingar-málefna stjórn á
hendi“.31 Hann skyldi veita öll prestaköll landsins á grundvelli meðmæla frá
prófasti og biskupi (svo fremi sem hann gegndi ekki þessu ráðherraembætti
sjálfur - sjá síðar) og niðurstöðu prestskosninga þar sem sveitarstjórnir í
hverju prestakalli hefðu atkvæðisrétt. Vegna tilkomu þessarar nýju lands-
stjórnar og til sparnaðar skyldi leggja niður stiftamtmannsembættið og
29 Undirbúningsblað 1850-1851(4), s. 30-31,32. Undirbúningsblað 1850-1851(5), s. 33. Um embætti landsstjóra
segir framar í tillögunum: "Konungur setur á Islandi einn landstjóra, sem hefur á hendi alla yfirstjórn lands-
ins í veraldlegum efnum, og hefur vald til að skera úr öllum þeim málefnum, er landstjórninni viðkoma, og
sem ekki, eptir eðli þeirra, verða að ganga beinlínis til konungs. Landstjóri hefur alla stjórnarábyrgð; hann
sjer um, að landstjórnin fari fram í landinu samkvæmt lögum, og að lögum sje hlýtt af þegnunum, ákæra má
hann fyrir embættisfærslu sína; alþingi ákærir, landsdómur dæmir; verkahring landstjóra, og að hvað miklu
leyti hann tekur þátt í skóla- og kirkjustjórn með landsins biskupi, skal með lögum ákveða.” Undirbúnings-
blað 1850-1851(4), s. 32.
30 Skjalasafn Alþingis. Alþingismál. Dagbók 1849, Dagbók þjóðfundarins 1851.
31 Undirbúningsblað 1850-1851(5), s. 36-37.
100