Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Qupperneq 107
81. gr.
Leyfilegt er, að stofna félög, til að þjóna guði með þeim hætti, er bezt á við
hvers eins sannfæringu, þó með því skilyrði, að ekkert sé kennt né framið,
sem stríðir gegn góðu siðferði og reglu.
82. gr.
Enginn er skyldur, að greiða gjöld til annarrar guðþjónustu, en hans eigin,
nema gjöld þau, er greidd eru af eign; þó ber sérhverjum þeim, sem ekki
sannar, að hann sé í einhverjum þeim trúarbragðaflokki, sem viðurkenndur
er í landinu, að greiða til skóla gjöld þau, sem lögðboðið er að gjalda til
þjóðkirkjunnar, og eigi eru greidd af eign.
83. gr.
Kjör trúarbragðaflokka þeirra, sem á greinir við þjóðkirkjuna, skal ná-
kvæmar ákveða með lagaboði.
84. gr.
Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir
sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan
nokkurri almennri félagsskyldu.41
„Fyrirheitisgreinin' í íslensku þýðingunni hljóðar upp á að „skipulag þjóð-
kirkjunnar“ skuli ákveða með lagaboði sem kann að vera nokkuð veik þýð-
ing á 80. grein dönsku stjórnarskrárinnar sem gefur fyrirheiti um „folke-
kirkens forfatning“ en það má skilja sem ígildi stjórnaskrár fyrir kirkjuna
og þar með sjálfstæði henni til handa.
„Gjaldagrein“ dönsku stjórnarskrárinnar (82. gr.) gat illa átt við íslensk-
ar aðstæður. í Danmörku voru víða komnir á barnaskólar sem störfuðu að
minnsta kosti í dreifbýli á sóknargrundvelli undir náinni tilsjón sóknarprests.
Kirkju- og skólamál voru því tveir náskyldir málaflokkar sem áttu það sam-
eiginlegt að vera útgjaldaliðir sem til féllu í heimabyggð hvers og eins, vörð-
uðu flesta íbúa hverrar sóknar og lutu sömu stjórn.42 Markmið stjórnarskrár-
gjafans var því að allir legðu jafnt að mörkum til þessara málaflokka en gjöld
þeirra sem ekki tilheyrðu viðurkenndu trúfélagi rynnu óskipt til skólamála
41 Tíð. frá þjóðf., s. 445,457.
42 Sjá Norr 1981, s. 223-227.
105