Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 109
ingarmun að ræða en orðið stjórnmál mun ekki hafa tekið að tíðkast fyrr
en síðar á 19. öldinni.44
íslendingar litu á þjóðfundinn sem stjórnlagaþing sitt til þess ætlaðan
að vinna að sjálfstæðri endurskoðun á stjórnskipan landsins í framhaldi af
því að konungur afsalaði sér einveldi.45 Á þessum grunvelli lagði meirihluti
nefndar sem kjörin var á fundinum til að fjalla um frumvarp stjórnarinnar
fram tillögur að þeim „aðalákvörðunum1 sem honum virtust nauðsynleg-
ar „til að ákveða stjórnarlög íslands og stöðu þess í konúngsveldinu“.46 í
meirihlutanum voru meðal annara róttækustu fulltrúar íslands í sjálfstæð-
isbaráttunni um þessar mundir, það er Jón Sigurðsson forseti (1811-1879)
fulltrúi ísafjarðarsýslu, sr. Hannes Stephensen (1799-1856) prófastur og
fulltrúi Borgarfjarðarsýslu og Jón Guðmundsson sýslumaður Skaftafells-
sýslu sem missti raunar það embætti vegna framgöngu sinnar á og í kjöl-
far þjóðfundarins. Samkvæmt tillögunum skyldi staða íslands í ríkinu og
sameiginleg mál íslands og Danmerkur skilgreind þannig að landið hefði
„konúng og konúngserfðir saman við Danmörku. Hver önnur málefni
skuli vera sameiginleg með íslandi og Danmörku ..., [skyldi] komið undir
samkomulagi“.47 Öðluðust íslendingar þar með stefnuskrá sem hélst til loka
sjálfstæðisbaráttunnar. Þórður Sveinbjarnarson (1786-1856) háyfirdómari
og konungkjörinn þjóðfundarmaður skilaði séráliti sem byggði á frum-
varpi stjórnarinnar lítið breyttu.48 Tillögur meirihlutans fengust ekki rædd-
44 Orðabók Háskólans. http://www.lexis.hi.is/ Hér merkja „þjóðleg réttindi" ugglaust hið sama og stjórnmálaleg
réttindi nú á dögum. Með hvoru tveggja er þó átt við mannréttindi.
45 Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson 1991, s. 276-284.
46 Tíð. frá þjóðf., s. 509.
47 Tíð. frá þjóðf., s. 169-170, 509. Hannes Stephensen var einn af þeim sem lögðust gegn auknum réttindum
gyðingum til handa á Alþingi 1853. Hann tók þó fram að það væri ekki trúarbragða þeirra vegna heldur taldi
hann þá þegar njóta nægra réttinda auk þess taldi hann að fátækt og tortryggni mælti gegn því að þeim „væri
boðið hingað“. Hjalti Hugason 2003, s. 45. Erfitt er að líta framhjá því að gyðingaandúðar virðist hafa gætt hjá
Hannesi og hann ekki að öllu leyti verið baráttumaður fyrir mannréttindum þótt hann tæki þátt í að marka
róttæka stefnu í trúarefnum á þjóðfundinum.
48 Tíð.fráþjóðf., s. 517.
107