Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 114

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 114
um ríkisstjórn í forföllum hans og um það, er konungur féll frá án þess að ríkiserfingi væri til staðar (það er 1. og 4.-8. gr. dönsku stjórnarskrárinnar). í 3. gr. frumvarpsins var farin öfug leið miðað við frumvarpið um stöðu landsins sem lagt var fyrir þjóðfundinn en þar voru sérmál landsins skil- greind. Nú voru sameiginleg mál ísland og Danmerkur þvert á móti tíund- uð og þar með komið til móts við sjónarmið íslendinga á þjóðfundinum. Sameiginlegu málin voru æðsta stjórn ríkisins, það er konungurinn sbr. 1. gr., kostnaður við embættismannahald konungs (konungsmötu) og lífeyrir konungsættarinnar, viðskipti ríkisins við önnur lönd, varnir ríkisins á sjó og landi, ríkisráðið, réttindi innlendra manna (í hvoru landi um sig), mynt, skuldir og eignir ríkisins og póstsamgöngur milli íslands og Danmerkur. Fyrst um sinn skyldu íslendingar ekki gjalda neitt til þessara mála og held- ur ekki taka neinn þátt í löggjöf um þau. Ef fjárhagur landsins batnaði svo að landið gæti tekið þátt í kostnaðinum átti konungur að ákvarða hversu mikið skyldi goldið héðan. Jafnframt átti þá að setja lög um hvernig íslend- ingar skyldu koma að löggjöf og stjórn sameiginlegra mála. Ekki var sem sé lengur gert ráð fyrir að íslendingar ættu fulltrúa á danska þinginu.58 Á þjóðfundinum lagði nefndin sem um stjórnlagafrumvarpið fjallaði til að ísland hefði konung og konungserfðir sameiginlegar með Danmörku en hvaða önnur mál skyldu vera sameiginleg með löndunum tveimur eða íslandi og öðrum hlutum ríkisins skyldi vera komið undir samkomulagi.59 Þingnefnd sem fjallað um málið taldi aftur á móti tryggara fyrir íslendinga að áherslan lægi á að skilgreina sérmál (innanríkismál) landsins.60 Var það 58 Tíð. frá þjóðf., s. 427-428. Alþ. tíð. 1867(2), s. 11-12. Danmarks Riges Grundlov 1866. http://thomasthorsen. dk/pol/1866-constitution.php 59 Tíð. frá þjóðf., s. 509. 60 1 nefndaráliti varð 6. gr. að 7. gr. þar sem inn var skotið sérstakri grein (nr. 6) um hvernig leyst skuli úr deilum sem upp kynnu að koma um hvað heyrði til sameiginlegra mála og hvað til íslenskra sérmála. Á sama stað var upptalningu sérmálanna skotið inn í 5. gr. Efnislega voru þau hin sömu og f ódagsettu tillögunni sem kynnt var hér að framan en orðalag og röð nokkuð önnur. Kirkjumál komu nú nr. 2. ásamt alþýðufræðslu og æðri menntun og þeim stofnunum sem þar að lutu Þl. Isl. stjórnardeildin S. VII, 4. Alþ. tíð. 1867(2), s. 459-460. 112
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.