Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 115
í samræmi við þá stefnu að sameiginleg mál landanna ættu að vera samn-
ingsbundin en ekki ákveðin með lögum.
Verður nú vikið að þeim þætti frumvarpsins sem laut að trúmálum.
Sjötta grein (í fyrsta kafla) hafði að geyma tillögu að kirkjuskipan og var
hún svolátandi:
Hin evangelisk-lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á íslandi, og skal hið
opinbera fyrir því styrkja hana.61 [Leturbr. HH]
í dönsku uppkasti að frumvarpinu hljóðaði greinin svo:
Den evangelisk-lutherske Kirke er den islandske Folkekirke og understottes
som saadan af det Offentlige.62 [Leturbr. HH[
Kirkjuskipan frumvarpsins var því efnislega hliðstæð dönsku kirkjuskip-
aninni að því frátöldu að hið opinbera (,,Offentlige“) var komið í stað rík-
isins.63 Þar er að líkindum vísað til hinnar innlendu valdsstjórnar, einkum
stifamtmanns, þar sem kirkjumál voru ekki talin meðal sameiginlegra mála
landanna og því aðeins átt við innlend kirkjumál í þessari grein. Þar sem
enn var ekki búið að flytja æðstu embættisstjórnina til landsins kann þó að
vera að hér beri ekki að gera greinarmunur á hinu opinbera og ríkinu.
Sjötti kafli frumvarpsins fjallaði um skipan trúmála í samfélaginu og var
þar byggt á dönsku stjórnarskránni:
52. grein.
Landsmenn eiga rétt á að stofna félög til að þjóna guði með þeim hætti, sem
bezt á við sannfæringu hvers eins, þó má ekki kenna eða fremja neitt, sem
er gagnstætt góðu siðferði og allsherjar reglu.
53. grein.
Kjör trúarbragðaflokka þeirra, sem á greinir við þjóðkirkjuna, skulu ná-
kvæmar ákveðin með lagaboði.
61 Alþ. tíð. 1867(2), s. 12.
62 ÞÍ. fsl. stjórnardeildin S. VII, 4.
63 Danmarks Riges Grundlov 1866. http://thomasthorsen.dk/pol/1866-constitution.php
113