Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Side 117
inu).67 Töluverðar orðalagsbreytingar höfðu orðið á fyrstu grein kaflans frá
hliðstæðri grein í þýðingu dönsku stjórnarskrárinnar sem lögð hafði verið
fyrir þjóðfundinn og var hún nú þjálli. Lítilsháttar breytingar höfðu orðið á
annarri greininni. Þriðja greinin var aftur á móti nær samhljóða hliðstæðri
grein í frumvarpinu sem lagt var fyrir þjóðfundinn og hefur orðalagið að
mestu haldið sér fram til núgildandi útgáfu stjórnarskrárinnar. Þó hefur
verið kveðið á um hinar almennu skyldur sem ekki má skorast undan með
örlítið mismunandi móti.68
Meiru skipti að tvær greinar úr dönsku stjórnarskránni höfðu verið
felldar brott en höfðu báðar átt hliðstæðu sína í frumvarpinu til þjóðfund-
arins. Voru það 75. g. stjórnarskrárinnar frá 1866 (upphafl. 80. gr.) sem
kvað á um að ákveða skyldi skipulag þjóðkirkjunnar með lagaboði, það er
„fyrirheitisgreinin', og 77. gr. (upphafl. 82. gr.) um undanþágu manna frá
því að greiða til trúfélaga sem þeir tilheyrðu ekki.69
Fyrri greinin var eflaust felld brott til að fyrirbyggja spennu sem kom-
ið hafði upp í Danmörku þar sem greininni hafi ekki verið hrint í fram-
kvæmd.70 Þar sem 52. gr. kvað á um rétt til að stofna trúfélög hefur aftur
á móti ekki þótt fært að fella síðari „fyrirheitisgreinina“ niður. Þótt barna-
skólahald væri hafið á einum tveimur stöðum á landinu um þetta leyti gat
„gjaldagreinin“ í óbreyttri mynd illa átt við hér. Þar sem hana skorti kom þó
ekki fram af frumvarpinu hvort heimilt væri að standa utan allra trúfélaga
hér. Þó virðist hæpið að það hafi verið stefna stjórnarinnar að koma hér á
trúfrelsi sem fæli ekki í sér slíkt frelsi og þar með hugsanlega frelsi til trú-
67 Þl. ísl. stjórnardeildin S. VII, 4. Danmarks Riges Grundlov 1866. http://thomasthorsen.dk/pol/1866-constitu-
tion.php I ódagsettu frumvarpi að „forfatningslov" fyrir Island kemur fram að gr. 1, 4, 5, 6, 7 og 8 í dönsku
stjórnarskránni frá 1849 með á orðnum breytingum frá 1866 skuli gilda á íslandi. Þar á meðal er kirkjuskip-
anin. I VI kafla gr. 52-54 koma síðan samhljóða trúfrelsisákvæði. ÞÍ. Isl. stjórnardeildin S. VII, 6.
68 Tíð. frá þjóðf, s. 457. Stjórnarskrá 1996, s. 62.
69 Danmarks Riges Grundlov 1866. http://thomasthorsen.dk/pol/1866-constitution.php Greinarnar höfðu upp-
haflega verið nr. 80 og 82.
70 Alþ. tíð. 1867(1, s.2), s. 943. Lausten 1983, s. 241-243.
115