Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 118
eða guðleysis. Slík takmörkun hefði strítt gegn dönsku stjórnarskránni og
er ólíklegt að stjórnin hafi viljað skerða rétt íslendinga miðað það sem var
leyft í Danmörku. Loks kann hið takmarkaða gjaldfrelsi sem kveðið var á
um í stjórnarskrártexta þeim sem lagður var fyrir þjóðfundinn og þögnin
um þetta atriði í frumvarpinu frá 1867 að stafa af bágum fjárhag prestakalla
og sókna hér. Þær raddir heyrðust líka á Alþingi að meðan kirkjan á annað
borð nyti stuðnings hins opinbera væri eðlilegt að allir tækju þátt í kostnaði
af rekstri hennar eins og hverri annari félagsskyldu. Eins gæti verið að hér
hafí stjórnin komið til móts við hina íhaldssömu íslensku leið og forðast að
fjölyrða um of um rétt utanþjóðkirkjufólks hvað þá trúlausra.
í meðförum Alþingis var hinni frægu „fyrirheitisgrein“ skotið inn fremst
í sjötta kaflann (varð nr. 58, númeraröð hafði breyst vegna nýrra greina
sem skotið hafði verið inn framar í frumvarpið). Var hún orðuð þannig
að „réttarástandi þjóðkirkjunnar skyldi skipað með lögum“. Að öðru leyti
voru aðeins gerðar málfarslegar lagfæringar á greinunum sem lutu að trú-
málum.71
Danskur texti kirkjuskipanar frumvarpsins eins og Alþingi gekk frá
honum var þannig:
Den evangelisk-lutherske Kirke er den islandske Folkekirke og understottes
og beskyttes som saadan af det Offentlige (1. kafli 7. gr.).72 [Leturbr. HH]
Hér hafði orðunum „... og beskyttes“ verið skotið inn þegar um stuðn-
ing hins veraldlega valds við þjóðkirkjuna var að ræða en í dönsku stjórn-
arskránni var aðeins sagt „understottes". Festist þetta orðalag í stjórnarskár-
textanum eins og núverandi gerð hans sýnir.73 Nokkur orðalagsmunur var
á þýðingu frumvarpsins eins og það kom frá þinginu og dönsku stjórn-
71 Alþ. tíð. 1867(2), s. 12, 20,460,470-471, 620, 627-628, 634, 646. Gammeltoft-Hansen 1999, s. 318
72 Þl. ísl. stjórnardeildin. S. VII. 8.
73 Sjá Stjórnarskrá 1996, s. 61
116