Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Side 121
og í ársbyrjun 1871 voru hin umdeildu stöðulög sett án samþykkis Alþing-
is.82 í 1. gr. þeirra var kveðið svo á að ísland væri „óaðskiljanlegur hluti
Danaveldis með sjerstökum landsrjettindum11 og þar með komið til móts
við samþykkt Alþingis 1869. Þá voru í 3. gr. talin upp sérmál íslendinga
sem þeir höfðu eigin lögsögu í með konungi. Það var íslendingum betur að
skapi en þegar sameiginleg mál voru talin upp en þau skyldu eins og fram
er komið vera samningsbundin. Sérmálin voru:
1. Hin borgaralegu lög, hegningarlögin og dómgæzlan, er hjer að lýtur, þó
verður engin breyting gjörð á stöðu hæsta rjettar sem æzta dóms í íslenzk-
um málum án þess að hið almenna löggjafarvald ríkisins (konungur og rík-
isþing Dana) taki þátt í því;
2. lögreglumálefni;
3. kirkju- og kennslumálefni;
4. lækna- og heilbrigðismálefni;
5. vegir og póstgöngur á Islandi;
7. landbúnaður, fiskveiðar, verzlun, siglingar og aðrir atvinnuvegir;
8. skattamál, beinlínis og óbeinlínis;
9. þjóðeignir, opinberar stofnanir og sjóðir.83
Að öðru leyti Qölluðu lögin um gjöld og tekjur sem tengdust hinum sér-
stöku málefnum.
í kjölfar stöðulaganna var lagt fyrir þingið enn eitt frumvarp að stjórn-
arskrá um hin sérstöku málefni íslands. Fimmti kafli þess (45.-48. gr.) fól í
sér kirkjuskipan landsins og ákvæði um trúfrelsi og var kaflinn samhljóða
þeirri tillögu sem Alþingi hafði gengið frá 1869.84 Kaflinn tók engum breyt-
82 Stöðulögin voru samþykkt af danska ríkisþinginu 1870 og staðfest afkonungi í janúar árið eftir. Ætlaði stjórn-
in að binda með þeim endi á deilur um stöðu landsins í ríkinu án atbeina Alþingis. Björn Þorsteinsson og
Bergsteinn Jónsson 1991, s. 297-298. Einar Laxness 1995(3), s. 75.
83 Lovs. f. Isl. 1889(21), s. 2.
84 Var trúmálabálkur stjórnaskrárfrumvarpsins (V kaflinn) að þessu sinni þannig:
55. [svo] grein.
Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á íslandi, og skal hið opinbera að því leyti styðja hana og
vernda. Réttarástandi hennar skal skipað með lögum.
46. grein.
Landsmenn eiga rétt á að stofna félög til að þjóna guði með þeim hætti, sem bezt á við sannfæringu hvers eins,
þó má ekki kenna eða fremja neitt, sem er gagnstætt góðu siðferði og alls herjar reglu.
119