Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Side 122
ingum í nefnd (greinarnar urðu þó nr. 50-53 vegna innskota framar í frum-
varpinu) og var samþykktur óbreyttur með 24 atkvæðum.85 Alþingi ger-
breytti hins vegar stjórnarskrárfrumvarpinu að ýmsu öðru leyti og náði
það því ekki staðfestingu ytra.86
1873 var haldinn Þingvallafundur með tveimur kjörnum fulltrúum úr
hverju kjördæmi og sendi hann Alþingi bænarskrá um stjórnarbótarmálið.
Þar var skorað á þingið að taka saman frumvarp að stjórnarská og bera fram
fyrir konung til staðfestingar.87 Auk þess voru lagðar fyrir þingið þetta ár hátt
í 20 aðrar bænarskrár úr einstökum héruðum.88 Það sem einkum var fjallað
um í þeim var staða íslands í ríkinu, löggjafarvald Alþingis, innlent fram-
kvæmdavald og nauðsyn þjóðarinnar á að bundinn yrði endir á langvinnan
reipdrátt um stjórnarskrána í heild. Ekki var hins vegar komið inn á trúarleg
réttindi sérstaklega í neinni bænarskrá. í framhaldi af þessum áskorunum
var tekið saman á vegum þingsins enn eitt frumvarp að stjórnarskrá ásamt
tillögu um að það yrði sent konungi með beiðni um að hann veitti því laga-
gildi sem fyrst og ekki síðar en árið 1874 er minnst væri 1000 ára byggðar í
landinu. Til vara var þess óskað að Alþingi fengi fullt löggjafarvald og fjárfor-
ræði með vissum skilyrðum, sem og að sérstakur íslandsmálaráðherra sem
47. grein.
Kjör trúarbragðaflokka þeirra, sem á greinir við þjóðkirkjuna, skulu nákvæmar ákveðin með lagaboði.
48. grein.
Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur
má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri félagsskyldu.
Alþ. tíð. 1871(2), s. 15-16.1 prentuðu uppkasti að þessu sjórnarskárfrumvarpi voru greinarnar samhljóða en
stafsetning nokkuð önnur. Danskur texti frumvarpsins sem kallaður er uppkast er nánast samhljóða texta
hliðstæðra greina í dönsku stjórnarskránni að öðru leyti en því að orðunum „og beskyttes" hafði verið skotið
inn í kirkjuskipanina að tillögu Islendinga og „fyrirheitisgreinin“ sem Islendingar vildu einnig halda í hafði
verið sameinuð henni eins og í frumvarpinu frá 1869. Þá kom tilvísunarfornafnið „der“ í staðinn fyrir „som“
þar sem vísað er til brota gegn góðu siðferði og allsherjarreglu í 45. gr. og var það í samræmi við danska
þýðingu á frumvarpstextanum 1867 eins og Alþingi gekk frá honum. Frumvarp til stjórnarskrár um hin sjer-
staklegu málefni Islands, s. 9. Þl. Isl. stjórnardeildin S. VII, 8.
85 Alþ. tíð. 1871(2), s. 551, 644-645.
86 Einar Laxness 1995(3). 75.
87 Alþ. tíð. 1873(2), s. 115-121. Björn Þorsteinsson ogBergsteinn Jónsson 1991, s. 299. Einar Laxness 1995(3), s.
150.
88 Alþ. tíð. 1873(2), s. 121-145.
120