Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Side 124
íslensku leið sem vikið var að í upphafi. Samþykkti þingið trúmálabálkinn
óbreyttan.93 Þá óskaði þingið að konungur staðfesti stjórnarskrárfrumvarp-
ið en gæfi landinu að öðrum kosti stjórnarskrá á hátíðarári því sem í hönd
fór þar sem Alþingi fengi fullt löggjafarvald og fjárforræði og væri að öðru
leyti eins líkt stjórnaskrárfrumvarpi þingsins og kostur væri.94.
Stjórnarskrá - þjóðkirkja og trúfrelsi
Lyktir stjórnarskrármálsins urðu þær að Kristján IX gaf íslendingum
eigin stjórnarskrá „af frjálsu fullveldi“ 5. janúar 1874.95 Trúmálabálk-
ur stjórnarfrumvarpsins frá 1871 (sem að mestu má rekja til frumvarps
stjórnarinnar frá 1867 með á orðnum breytingum Alþingis frá 1869) var
tekinn inn í hina nýju stjórnarskrá. Þýddi það að kirkjuskipanin var sam-
einuð trúfrelsisákvæðunum og mynduðu þessir efnisþættir því samstæð-
an trúmálabálk í fimmta kafla stjórnarskrárinnar. Ástæðurnar eru líklega
þær sömu og getið var í umræðu um frumvarpið 1869, það er að verið
væri að fjalla um kirkjumál sem eitt af sérmálum íslendinga en ekki stöðu
lúthersku kirkjunnar í alríkinu.96 Var þetta enda í samræmi við stöðulögin.
Landsmenn eiga rétt á, að stofna félög til að þjóna guði með þeim hætti, sem bezt á við sannfæringu hvers
eins; en ekki má kenna eður fremja neitt það, sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjar-reglu.
59. gr.
Kjör trúarbragðaflokka þeirra, sem á greinir við þjóðkirkjuna, skulu nákvæmar ákveðin með lagaboði.
60 gr.
Enginn má neins i missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur
má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri félagsskyldu.
Alþ.tíð. 1873(2), s. 198.
93 Alþ.tíð. 1873(2), s. 6, 273.
94 Þá fylgdi og sama krafa til þrautavara og nefnd var með frumvapinu, þ. e. að þjóðfundur yrði kallaður saman
1874 og stjórnarskrárfrumvarpið yrði lagt fyrir hann, Alþ. tíð. 1873(2), s. 264.
95 Sjá Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson 1991, s. 299. Einar Laxness 1995(3), s. 61-63.
96 Greinargerð með stjórnarskrárfrumvarpinu 1874 kann að renna stoðum undir þessa túlkun þótt ástæður
ýmissa formbreytinga á stjórnarskránni miðað við dönsku fyrirmyndina séu þar raktar aftur fyrir stöðulögin
enda var sá skilningur á stöðu landsins í ríkisheildinni sem kom fram í þeim eldri. 1 greinargerðinni segir:
Frumvarpið hjer er aðeins frábrugðið frumvarpinu 1869 að því leyti, að bæði hafa verið gjörðar formbreyting-
ar, sem beinlínis leiða afþví að lögin 2. janúar 1871 eru komin út á þessu millibili, og að einstöku greinar hafa
verið orðaðar nokkuð öðruvísi til þess að skýra fullkomlega það, sem ætlazt var til í upphafi, og að endingu
hefur verið sleppt úr nokkrum ákvörðunum, sem voru þess eðlis, að játa mátti þegar betur var aðgætt, að þær
122