Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Side 125
Hljóðaði trúmálakaflinn þá þannig:
45. grein.
Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á íslandi, og skal hið
opinbera að því leyti styðja hana og vernda. [Leturbr. HH]
46. grein.
Landsmenn eiga rjett á að stofna íjelög til að þjóna guði með þeim hætti,
sem bezt á við sannfæringu hvers eins, þó má ekki kenna eða fremja neitt,
sem er gagnstætt góðu siðferði og alls herjar reglu.
47. grein.
Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum rjettindum fyrir
sakir trúarbragða sinna, nje heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan
almennri íjelagsskyldu.97
Hinn opinberi danski texti kirkjuskipaninnar hljóðaði svo og vék nokkuð
frá dönsku fyrirmyndinni í júnístjórnarskránni:
45. gr. Den evangelisk-lutherske Kirke er den islandske Folkekirke og und-
erstottes og beskyttes [innskot samkv. ísl. tillögu] som saadan af det Ojfent-
lige [Staten í dönsku stjskr.]. [Leturbr. HH]
Aðrar greinar voru samhljóða dönsku stjórnarskránni.98
„Fyrirheitisgreinarnar" um að „réttarástand“ þjóðkirkjunnar og „kjör“
annarra trúfélaga skyldu ákvörðuð með lögum náðu ekki inn í íslensku
stjórnarskrána.99 Þar með var farin sú leið sem dönsk stjórnvöld höfðu ætíð
viljað fara hvað fyrri greinina áhrærði. Vilji íslendinga hafði aftur staðið til
að „fyrirheitisgreinarnar“ væru inni að minnsta kosti sú sem fjallaði um
ættu ekki vel við í stjórnarskránni eða hefðu inni að halda loforð, sem ekki var næg ástæða til að taka upp i
hana. Frumvarp til stjórnarskrár um hin sjerstaklegu málefni íslands, s. 14. Þl. Isl. stjórnardeildin S. VII, 8.
97 Stjtíð. 1875(3), s. 708. Lovs. f. Isl. 1889(21), s. 742. Stjórnarskrá um hin sjerstaklegu málefni íslands eins og
hin var gefin á Amaiienborg 5. janúar 1874 . ÞÍ. ísl stjórnardeildin. S. VII. 8.
98 146. gr. kom tilvísunarfornafnið „der“ þó eins og fyrr í staðinn fyrir „som“ þar sem segir ,,..dog at Intet læres
eller foretages, der strider mod Sædeligheden...“. Þennan mun má eins og fram er komið rekja allt aftur til
1867. Stjórnarskrá um hin sjerstaklegu málefni Islands eins og hin var gefin á Amalienborg 5. janúar 1874.
ÞÍ. Isl. stjórnardeildin. S. VII. 8. Danmarks Riges Grundlov 1866. http://thomasthorsen.dk/pol/1866-con-
stitution.php
99 Þar með varð „trúmálakafli" stjórnarskrárinnar (þ.e. 5. kafli) aðeins þrjár greinar (45.-48. gr.) Lovs. f. Isl.
1889(21), s. 733, 742. Stjtíð. 1875(3), s. 698, 708.