Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 126
þjóðkirkjuna. Islenska stjórnarskráin gaf því ekkert fyrirheiti um það að
sett skyldu samstæð kirkjulög eða kirkjunni veitt sérstök „stjórnarskra'
sem auka mundi sjálfstæði hennar gagnvart ríkisvaldinu. Ákvæðið hafði
nú þegar staðið óuppfyllt í Danmörku í aldarfjórðung og ekki hyllti undir
efndir þess. Hefur stjórnarskrárgjafinn (konungur og ráðuneyti hans) ekki
viljað ýta undir sams konar væntingar og flokkadrætti hér og greinin hafði
vakið í Danmörku. Helsti munurinn á íslensku stjórnarskránni og hinni
dönsku fyrirmynd hennar var þó sá að þá íslensku skorti „gjaldagrein' og
hafði það mikilvægar afleiðingar sem þegar hefur verið gerð grein fyrir og
fólust í því að trúfrelsisákvæði íslensku stjórnarskrárinnar gengu skemur
en þeirrar dönsku þar sem ekki var ljóst af þeirri fyrrnefndu hvort heimilt
væri að standa utan trúfélaga hér á landi.100
Lokaorð
í íslenskri trúfrelsisumræðu um miðbik 19. aldar skipar tillaga Jóns
Sigurðssonar og félaga hans um fullt trúfrelsi sem lögð var fram á þjóð-
fundinum 1851 algera sérstöðu. í aðdraganda fundarins blés köldu um
trúfrelsið þar sem jafnvel komu fram tillögur um að hverfa frá því umburð-
arlyndi í trúarefnum sem þó hafði verið innleitt í kaupstöðum hér seint á
18. öld. Eftir þjóðfundinn gætti einnig íhaldssamrar afstöðu í þessu efni
lOOStjórnin lagði frumvarp til ýmssa breytinga á stjórnarskránni fyrir Alþingi 1914.1 trúmálabálkinum voru
lagðar til þær breytingar að aftan við kirkjuskipanina (45. gr.) kæmi viðbótin: ”Breyta má þessu með lögum.”
Einnig var lagt til að aftan við 47. grein (um bann við því að trúarbrögð hefðu áhrif á borgaraleg réttindi)
kæmi viðbót er kvæði annars vegar á um bann við því að persónuleg gjöld vegna trúariðkunar væru lögð
á aðra en þá sem tækju þátt í henni en hins vegar um gjaldskyldu þeirra er stæðu utan trúfélaga. Hljóðaði
viðbótin þannig: "Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til neinnar annarar guðsdýrkunar
en þeirrar, er hann sjálfur aðhyllist. Nú er maður utan þjóðkirkjunnar, og geldur hann þá til háskóla Islands,
eða einhvers styrktarsjóðs við þann skóla, eftir því sem á verður kveðið, gjöld þau, er honum ella hefði borið
að greiða til þjóðkirkjunnar, enda heyri hann ekki til öðrum trúarbragaðflokki, er viðurkendur sje í landinu.
Breyta má þessu með lögum. Var hér byggt á fyrirmynd 77. gr. dönsku stjórnarskráinnar 1866. Voru báðar
tillögurnar samþykktar óbreyttar og staðfestar árið eftir. Þar með var í fyrsta skipti beinlínis kveðið á um það
í íslensku stjórnarskránni að heimilt væri að standa utan allra trúfélaga. Alþ. tið. 1914(A), s. 4-5. Alþ. tið.
1914(A), s. 759, 671. Stj. tíð 1915(A), s. 20. Gunnar Helgi Kristinsson 1994, s. 26, 122.
124