Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Side 129

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Side 129
ill munur. I dönsku grundvallarlögunum segir þannig að evangelísk-lúth- erska kirkjan sé þjóðkirkja í Danmörku. í þeim íslensku er orðalagið öllu afdráttarlausara og sagt að þessi sama kirkja skuli vera þjóðkirkja landsins. Þetta mætti skilja sem svo að ákvæði dönsku stjórnarskrárinnar sé aðeins ætlað að vera lýsandi, það er að því sé slegið föstu að téð kirkjudeild sé meirihlutakirkja í Danmörku og rísi því undir því að geta kallast þjóðkirkja og að ríkið skuli styðja hana einmitt af þeim ástæðum en ekki öðrum. í dönsku kirkjuskipaninni fælist þá ekki annað en að ríkisvaldið skuli styðja við ríkjandi trúarhefð í landinu. íslenska orðalagið gæti aftur á móti bent til þess að stjórnarskránni sé ætlað að vera reglugefandi (normerandi) í þessu efni og skilgreina evangelísk-lútherska kristni sem opinberan átrúnað landsmanna. Fyrir þeim skilningi mætti færa þau rök að stjórnarskrárgjaf- inn hafí viljað tryggja svo mikla trúarlega einingu í ríkinu sem mögulegt væri innan þeirra marka sem trúfrelsisákvæði stjórnarskránna leyfðu. í þeirri stefnu hefði falist að vegna þess að evangelísk-lútherka kirkjan vœri þjóðkirkja í Danmörku bæri hinu opinbera að sjá til að sömu aðstæður ríktu hér. Þessi skýring fær þó ekki staðist þar sem sá merkingarmunur sem hér um ræðir kemur ekki fram í þýðingum. Því eru vart rök fyrir þeirri túlkun að íslenska stjórnarskráin sé að þessu leytinu til frábrugðin þeirri dönsku og gangi lengra en að vera lýsandi. Þá má benda á þann mun á stjórnarskránum tveimur að í þeirri dönsku er kirkjuskipanina að finna strax í fyrsta kafla tengd við ákvæði um sjálft stjórnarform ríkisins. í hinni íslensku er hana aftur á móti að finna í sérstök- um kafla í seinni hluta stjórnarskrárinnar ásamt öðrum trúmálaákvæðum. Loks var og er enn að finna ákvæði í öðrum kafla dönsku stjórnarskrár- innar um að konungur skuli vera evangelísk-lútherskrar trúar. Hliðstæðu þess var ekki að finna í þeirri íslensku. Af þessu mætti draga þá ályktun að kirkjuskipanin hefði mun veigameiri stöðu í dönsku stjórnarskránni en hinni íslensku vegna þess að hún tengist stjórnarformi ríkisins. Þegar um 127
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.