Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Síða 134
að vera fagnaðarerindið um hinn krossfesta og upprisna frelsara.3 Spurt
er hvort til sé kristið hjálpræði án fórnardauða og hvernig hugmyndir um
skynsamlega tileinkun á „góðum siðum“ tengjast kenningum um ritúöl eða
helga siði.
Hjátrú, fórnir, trúarbrögð
Rómverski öldungaráðsmaðurinn og lögspekingurinn Síseró (lat.
Cicero, uppi 106-43 f. Kr.) hélt því fram að iðkun fólks á bænahaldi og
fórnfæringum, til að mynda í þeim tilgangi að óska afkomendum sínum
langra lífdaga, væri ekki annað en hjátrú (lat. superstitio) ein. Tileinkun
og endurtekning fólks á ritúölum, sem einkum lutu að dýrkun guðanna,
væru á hinn bóginn sönn trúarbrögð (lat. religio). Sísero taldi það jafnframt
dæmigert fyrir sína tíð hvernig almenningur skiptist í hópa ýmist með því
að fyrirlíta þessi fyrirbæri eða með því að halda þau í heiðri og auðsýna
þeim virðingu.4
Dýrafórnir í menningu Grikkja og Rómverja eru almennt taldar hafa
lagst af með tilkomu kristindómsins um það bil öld eftir að Síseró setti
fram þessa skilgreiningu á fórnarathöfnum.5 Skilgreiningar á sakramenti
altarisins hafa í sögu kristinnar kirkju þó bæði falið í sér hugmyndir um
áframhaldandi fórn Krists í þágu hins synduga mannskyns, fórn safnaðar-
ins á sjálfum sér til Guðs, enga fórn eða í mesta lagi táknræna athöfn. Með
nokkrum rétti mætti segja að hugmyndir af þessum toga hafi vikið fyrir
deilum kirkjudeilda um eðli meintrar nálægðar hins krossfesta frelsara í
altarisefnunum.6
3 Sbr. Matt A. Jackson-McCabe, Logos and Law in the Letter of James: The Law of Nature, the Law of Moses, and
the Law ofFreedom 2001, s. 1-3.
4 De natura deorum 2.72. Útg. og ensk þýð. t.d., H. Rackham, Cicero in Twenty-Eight Volums: De natura deor-
um; Academica 1933, s. 2-387. Málpípa höfundar er Stóíkeinn Balbus.
5 Sjá t.d. Walter Burkert, Savage Energies: Lessons ofMyth and Ritual in Ancient Greece 2001 [1990]), s. 9.
6 Sbr. t.d., Gary Macy, Treasures from the Storeroom: Medieval Religion and the Eucahrist 1999); John Reumann,
The Supper ofthe Lord: The New Testament, Ecumenical Dialogues, and Faith and Order 1985, s. 53-182.
132