Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 137
vegna tilteknar tilviljanir en ekki aðrar verða andlag hugmyndafræðilegrar
framsetningar í ritúölum eins og Burton L. Mack bendir á.15
Stanley K. Stowers heldur því fram að Grikkir hafí sárasjaldan neytt
dýraafurða annarra en þeirra sem færðar hafi verið sem fórnir. Fórnfær-
ingar í Grikklandi voru einkum af tvennum toga: Annars vegar fórnfær-
ingar á vegum samfélagsins (thusía) og hins vegar friðþægingarfórnir (ena-
gismós).'6 Ólíkt því sem Burkert og Girard halda fram þá telur Stowers að
samfélagsleg fórn dýra í grísku samhengi hafi aðeins verið forleikur að því
sem fórnin snérist um: „að deila mat, matbúa hann og neyta hans“.17 Þessi
tegund fórnar á sér oftar en ekki samhengi í hátíðum af ýmsu trúarlegu til-
efni: Dýrinu er slátrað af þar til kvöddum aðiljum; tilgreind bein ásamt mör
er sett á eld til guðanna; innyfli eru steikt og etin af innsta hring karlmanna
í kringum altarið; og loks er fleskið matreitt og útdeilt á meðal fjöldans.
En mestu skiptir einmitt hvernig fórnfæringin skipar einstaklingum í
hópa og þá einkum eftir kyni. Stowers færir fyrir því rök að fórnfæringar
í grísku samhengi og víðar tengist á órjúfanlegan hátt hugmyndum tiltek-
inna samfélaga til kyns og feðraveldis. Forsendur feðraveldisins skýra, að
hans mati, hvers vegna fórnfæringar urðu til í samfélögum þar sem erfðir
skipa grundvallarþátt í samsetningu samfélagsins. Þannig birtast karlmenn
saman í hóp alveg sérstaklega andstætt hópum þungaðra kvenna. Á meðan
samfélagsfórnir stefna að sameiningu fólksins þá skilja friðþægingarfórnir
hópa í sundur. Það eru einkum klæðaföll kvenna og barnsfæðingar sem
kalla á fórn til friðþægingar þar eð blóð, eins og dauði, þóttu einkum tákn
um óhreinleika.18
15 “Introduction,“ s. 49.
16 “Greeks Who Sacrifice and Those Who Do Not: Toward an Anthropology of Greek Religion," í L. Michael
White og O. Larry Yarbrough ritstj., The Social World of the First Christians: Essays in Honor of Wayne A.
Meeks 1995, s. 294-296.
17 Ibid., s. 297. Stowers telur að kristnar hugmyndir um fórn sem staðgengilsfórn eða gjöf fyrir aðra hafi villt um
fyrir sérfræðingum til að skilja eðli fórnarinnar í grísku samhengi (ibid.).
18 Ibid., s. 300.
135