Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Blaðsíða 139
hvergi er ítarlegri lýsingu á ólíkum fórnum að finna en í Þriðju Mósebók
(köflunum 1-7).22 í þessum köflum er fjallað um fimm mismunandi fórnir
en sameiginlegt þeim öllum er brennsla á hluta fórnarinnar hvort heldur
hún er dýrakyns eða úr jurtaríkinu. Eberhart telur að þessi sameiginlegi
þáttur hafi verið vanræktur í umfjöllun um fórnir í Gamla testamentinu.23
Brennsla fórnarefnanna er, að hans skilningi, veigameiri en fórnarefnin
sjálf. Þá skoðun styður hann þeim rökum að á meðal þeirra fimm flokka
fórna sem tilteknir eru í Þriðju Mósebók samanstendur einn af jurtum eða
efnum þeim tengdum (3 M 1.1-7; 6.1-6). Aðrir flokkar tiltaka dýr sem jafn-
framt fela í sér blóðuga aftöku áður en hluta þeirra er brennt. Eberhart nefn-
ir tvö dæmi til viðbótar sem ennfrekar styðja þá niðurstöðu hans að dýr hafi
hvorki verið grundvallandi þáttur í fórnarathöfnum Ísraelíta né Gyðinga
síðara musterisskeiðsins. Annars vegar nefnir hann þá staðreynd að sam-
kvæmt ákvæðum Þriðju Mósebókar er unnt að notast við efni úr jurtaríkinu
í stað dýra í flokknum um syndafórnir (sbr. 3 M 5.11-13). Hins vegar bendir
hann á þá staðreynd að á meðal Gyðinga í Egyptalandi (borginni Elefant-
íne í Suður-Egyptaland) á fimmtu öld f. Kr. þá hafi fórnarefni úr jurtarík-
inu verið notuð alfarið í stað dýra í musteri Gyðinga í borginni. Egyptar
höfðu reyndar lagt bann við dýrafórnum í landinu um þetta leyti en bannið
stöðvaði ekki Gyðinga við fórnfæringar sínar. Þeir notuðust að því er virðist
fyrirhafnarlaust við önnur efni í stað dýra. Bruni fórnanna stendur þannig
eftir sem mikilvægasti þáttur fórnarþjónustunnar en ekki efnin sem slík eða
sérstaklega blóðsúthellingin sem er samfara dýrafórnum.24
22 “A Neglected Feature of Sacrifice in the Hebrew Bible: Remarks on the Burning Rite on the Altar“ 2004,485-
486.
23 Eins og komið hefir fram í umfjöllun um túlkun Stowers á fórnum Grikkja þá er það einmitt þessi þáttur,
brennsla tiltekinna fórnarefna, sem er einkennandi fyrir hina eiginlegu fórn til guðsins eða guðanna (sbr. að
framan).
24 “Remarks on the Burning Rite on the Altar,“ 488-491. Eberhart, sem gengur út frá fórnarkenningunni um að
blíðka guð eða guði (sbr. nmgr. 13 hér að ofan), segir, „The offering of sacrifices is, therefore, a way of engag-
ing in a communication with God. Its ultimate reciprocal structure has been appropriately described as do ut
des (“I give so that you give“), respectively as do quia deisti (“I give because you have given'). The climax of
137