Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Side 141
fyrir að spyrja hvaða afleiðingar það hafi (haft) fyrir hópa og hreyfíngar
innan þeirra sem taka þá ákvörðun að láta af eða vanrækja með öllu fórn-
arsiðinn.28
Hlutverk lögmálstúlkandans
Hinir fyrstu fylgendur meistarans frá Nasaret komu úr ýmsum áttum:
Sumir voru þar úr hópi Gyðinga eða öllu heldur einhverjum af mörgum
hreyfingum Gyðinga á fyrstu öld þessa tímatals; aðrir úr röðum annarra
þjóða svo sem Grikkja og Rómverja og hinum ýmsu löndum fýrir botni
Miðjarðarhafs og landsvæðum þar sem nú er Tyrkland. Hvort heldur þeir
komu úr samhengi grísk-rómverskrar menningar eða síðgyðingdóms-
ins þá hlutu þeir að vera með einum eða öðrum hætti aldir upp við fórn-
arþjónustu sem einkenndi í senn arfleið rómverska keisaraveldisins og gyð-
ingdóms hins síðara musterisskeiðs. Gyðingar höfðu um árabil samið um
sérstaka stöðu sína í ríkjum undir yfirráðum afkomenda Alexanders mikla
(356-323 f. Kr.) á valdastóli og eins Rómverja við dögun hins nýja keis-
araveldis.29
1 skugga fórnarþjónustu (eins og musterisins í Jerúsalem og hinna
mörgu mustera Grikkja og Rómverja) störfuðu fræðimenn (vísdómsmenn
eða skrifarar) sem oftar en ekki reyndust gagnrýnir á þennan grundvall-
arþátt í hellenískri menningu (hvort heldur semískri eða grísk-rómverskri).
Innan síðgyðingdómsins leitast fræðimaðurinn við að túlka lögmálsbækur
Gyðinga (Mósbækurnar fimm) og heimfæra merkingu þeirra á daglegt líf
einstaklinga í hinu gyðinglega samfélagi.30 í grísku samhengi tekur spek-
28 Sbr. Stowers, “Greeks Who Sacrifice and Those Who Do Not,“ s. 330.
29 Sjá t.d. John E. Stambaugh og David L. Balch, The New Testament in Its Social Environment 1986, s. 37-62;
James C. Waters, „Romans, Jews, and Christians: The Impact of the Romans on Jewish/Christian Relations in
First-Century Rome,“ í Karl P. Donfried og Peter Richardson ritstj., Judaism and Christianity in First-Century
Rome 1998), s. 175-195.
30 Sjá Neusner, Judaism in the Beginning of Christianity, s. 35. Sjá frekar André Lemaire, „The Sage in School and
Temple," í John G. Gammie og Leo G. Perdue ritstj., TheSage in Israeland the Ancient NenrEast 1990, s. 165-181.
139