Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 142
ingurinn sæti hetjunnar í fyrirmynd Sókratesar (407-399 f. Kr.) undir lok
íjórðu aldar f. Kr. Hér, eins og í samfélagi Gyðinga, hefir spekingurinn það
hlutverk að vera túlkandi heimspekihefða og uppfræðari jafnt konungs-
hirða eða einkaskóla og hins opinbera menntakerfis.31
Enda þótt jafnan sé gerður greinarmunur á flokki spekinga í heimi síð-
gyðingdómsins og hreyfingu Farísea þá er ljóst að hlutverk þeirra skarast.
Ef fræðimenn ástunduðu einkum textatúlkun þá varðveittu Faríser túlk-
un þeirra á lögmálinu og „vöktu yfir tileinkun þess utan dyra musterisins11
eins og Jacob Neusner kemst að orði.32 Eftir fall musterisins árið 70 e. Kr.
verður arfleifð þeirra helsta heimild áframhaldandi túlkunar lögmálsins
á meðal rabbína hins nýja gyðingdóms (rabbínsks gyðingdóms) sem reis
af rústum síðara musterisskeiðsins. Og á meðan Faríseanna enn naut við
sjálfra á fyrstu öld þessa tímatals þá birtast þeir sem keppinautar Jesú frá
Nasaret—keppinautar um það hvernig einstaklingurinn megi öðlast hjálp-
ræði.33 Fræðimaðurinn og Faríseinn renna saman í hlutverki rabbínans á
annarri öld og allt til dagsins í dag.
Spekin og lögmálið (Tóra) er jafnan talið einn megin grundvöllur að
samfélags- og siðvitund (ethos) Gyðinga (ásamt með sögu hinna fornu ís-
raelíta) og frá tíma Alexanders mikla eru þessir hornsteinar í menningu
þeirra oftar en ekki taldir standa í rafmagnaðri spennu hvor til annars34
þrátt fyrir þá augljósu skörun sem tengir til að mynda fræðimenn og Farí-
sea. Karl-Wilhelm Niebuhr bendir á að hugsanlega megi skýra samband
speki og lögmáls í samhengi síðgyðingdómsins með þeim hætti að um sé
31 Sjá t.d. John G. Gammie, „The Sage in Hellenistic Royal Courts,“ í sami og Leo G. Perdue ritstj., Sage in Israel,
s. 147-153; George B. Kerferd, „The Sage in Hellenistic Philosophic Literature," í John G. Gammie og Leo G.
Perdue ritstj., Sage in Israel, s. 319-328.
32 Neusner segir, “One primary mark of Pharisaic commitment was the observance of the laws of ritual purity
outside of the Temple, where everyone kept them,“ Juadism in the Beginning of Christianity, s. 57.
33 Ibid., s. 61.
34 Svo Karl-Wilhelm Niebuhr, „Hellenistisch-jiidische Ethos im Spannungsfeld von Weisheit und Tora,“ í
Matthias Konradt og Ulrike Steinert ritstj., Ethos und Identitat: Einheit und Vielfach des Judentums in hell-
enistisch-römischer Zeit 2002, s. 27-50.
140