Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 143
að ræða tvær greinar af eldri og sameiginlegum meiði þessara hefða.35 Til-
einkun Tórunnar hlýtur að hefjast með uppfræðslu sem bæði fór fram á
heimilum og innan sýnagógunnar. Sú fræðsla ásamt uppeldi leiðir síðan
af sér hollustu til lögmálsins sem birtist í öllu orði og æði mannfólksins
ef allt er eins og það á að vera. Loks mótar þá lærdómurinn og breytnin
afstöðu Gyðingsins til heimsins eins og Niebuhr gerir grein fyrir í sinni
umfjöllun.36
Spekin í ritum Gamla testamentisins, eins og í Orðskviðunum, á sér forn-
ar en oft óljósar rætur. Á helleníska tímanum blómstrar spekihefðin í ritum
sem urðu hluti af gríska Gamla testamentinu, Septúagintu (LXX), en heyrðu
síðar til þeirra rita sem flokkast undir apókrýf rit Gamla testamentisins í
þrengri merkingu, og annarra apókrýfra rita síðgyðingdómsins. í spekirit-
um frá helleníska tímanum birtast (1) annars vegar epískar persónur hins
gyðinglega arfs eins og Abraham eða Móse í gervi spekingsins. Viska þeirra
er á hinn bóginn skilgreind sem lögmál (Tóra) til handa ísrael, að skilningi
Niebuhr, en lögmálið að sama skapi ekki útlistað sem speki fyrir allar þjóðir.
Hjá Fíloni frá Alexandríu er Móse spekingur og frumkvöðull (Gesetzgeber)
lögmálshefðarinnar sem ber af löggjöf Grikkja og Rómverja og allra ann-
arra þjóða.37 (2) Hins vegar birtast siðferðilegar áminningar úr almennri
spekihefð í hvatningarritum (pardnetische Literatur) jafnt Gyðinga og hins
grísk-rómverska menningarheims að áliti Niebuhr. Þar er augljóslega byggt
á sameiginlegum stefjum eins og til að mynda í verki Plútarkusar Moralia
og Testamenti hinna tólf patríarka (e.: Testament ofthe Twelve Patriarchs),
sem er talið samið á svipuðum tíma og verk Plútarkusar eða litlu síðar.38
Þessar siðferðilegu áminningar eru á allan hátt sambærilegar hvað form og
35 Ibid., s. 33. Niebuhr byggir þessa skilgreiningu á verki Hermann von Lips, Weisheitliche Traditionen im Neuen
Testament 1990.
36 Ibid., s. 29-33.
37 Ibid., s. 34-35.
38 Ibid., s. 35-36.
141