Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Qupperneq 146
Túlkun lögmálsins og tileinkun spekihefða í síðgyðinglegu samhengi
hefir, að áliti Scott, tilhneigingu til að viðhalda tilteknum hefðum. Farí-
serarnir sem boðberar þessarar hefðar breyta ekki út af þessari forsendu
en Jesús víkur einmitt út úr þessu samhengi með því að vera uppáfinn-
ingarsamur, „hann er rödd hins einstaklingsbundna spekings“ og snýr á
hefðbundnar eftirvæntingar spekihefðarinnar.48 Nýrri rannsóknir benda til
þess að tileinkun og notkun Jesú frá Nasaret á spekihefðum tengi hann rót-
tækum heimspekistefnum í grísk-rómversku samhengi fremur en lögmáls-
túlkun.49 En hvar ef einhvers staðar er að fínna lagaefni í Jesúhefðinni?
Skynsemin (lógos) og dýrseðlið (fórnin)
(1: Ræðuheimildin og lögmálið.) Elstu tilvísanir til lögmálshefðar Gyð-
inga, Tórunnar, beinar eða óbeinar, eru fáar og á stundum óljósar í Ræðu-
heimild (Q) samstofnaguðspjallanna. Af þeim sökum er ekki einhugur á
meðal sérfræðinga um það hvaða ummæli megi rekja til þessarar hefðar
eins og þegar hefir komið fram. Einkum hafa eftirfarandi ummæli sérstak-
lega verið skoðuð í þessu samhengi:
Q 6.26-36 (hefnd: óvinir, bölmælendur, biðjendur)
Q 11.37-41 (vei ræður: hreinlæti Farísea)
Q 11.42 (vei ræður: tíund Farísea)
Q 16.16-18 (lögmál: spámenn og Jóhannes skírari)50
þessi atriði sjá t.d. Kloppenborg, Formation, s. 264-316; Werner H. Kelber, The Oral and the Written Gospel:
The Hermeneutics of Speaking and Writing in the Synoptic Tradition, Mark, Paul, and Q 1983.
48 Ibid., s. 409-415. Tilvitnun er á bls. 415.
49 Sjá t.d. Kloppenborg en hann hafnar báðum þessum túlkunum og telur ummælin endurspegla speki vinsælla
heimspekinga. Hann segir, „The strategy of the speech is not to command by legal pronouncemnt or prophetic
announcemnt, but to persuade by argument and rhetorical question. The closest material and stylistic analogies
for the speech are found not in prophetic collections but in sapiential and popular philosophical works. The
same holds for the conclusion of the speech: the motifs of imitation of God and of the righteous as huios thou
are thoroughly at home in the wisdom tradition and in Hellenistic popular philosophy,“ Formation, s. 179-180.
50 Sjá Daniel Kosch, Die eschatologische Tora des Menschensohnes: Vntersuchungen zur Rezeption der Stellung
Jesu zur Tora in Q 1989, s. 61-444.
144