Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 147
Hvatningarnar eða boðin í fyrsttöldu períkópunni um hefnd eru ekki tal-
in einhlít vísbending um tengsl þessarar hefðar við lögmál Gyðinga heldur
allt eins áminningar rétt eins og finna má í grískum og rómverskum spek-
ihefðum (samanber hér að framan). Sömu sögu er að segja um períkóp-
una um hreinlæti og Farísea. Með því að gera að engu mörkin á milli hins
innra og hins ytra þá hafnar Ræðuheimildin í þessu samhengi ákvæðum
síðgyðingdómsins um hreinleika. Ummælin falla því illa að lögmálsskiln-
ingi Gyðinga og minna meir í háðsglósum sínum á kýníkeískar hefðir en
gagnrýni á hreinleikaákvæði lögmálsins á meðal Gyðinga sjálfra (einkum
Skugga-Fósýlídes, e.: Pseudo-Phocylides; frá því um Krists burð).51 En þeg-
ar kemur að hinum tveimur síðast töldu períkópum, um tíund og lögmálið
(sem aðeins er nefnt á nafn í Ræðuheimildinni í þessu samhengi), þá eru
sérfræðingar nokkurn veginn sammála um að vísað sé til lögmáls Gyð-
inga. Kloppenborg telur hér kveða svo afgerandi við annan tón hvað varðar
afstöðuna til lögmálsins að hann dregur hér línu á milli þessara tveggja
períkópa og hinna fyrst töldu og telur þær hluta af síðustu viðbótunum
við Ræðuheimildina. Það er einkum lokaversið í Q 11.42 (42c) sem þykir
benda í þá átt að áheyrendur séu hvattir til að gefa tíund.52 Hvað varðar
síðustu períkópuna, Q 16.16-18, þá er það einkum versið um lögmálið sem
mun standa lengur en himinn og jörð (v. 17) sem þykir undirstrika end-
urnýjuð tengsl við lagahefð síðgyðingdómsins.53
í Ræðuheimildinni yfir höfuð liggur frelsun einstaklingsins í því að
hlýða orðum Jesú en ekki í því að viðhalda ákvæðum hins gamla sáttmála
í ljósi lögmálsins. Það er aðeins á síðari stigum Ræðuheimildarinnar að
tilhneigingar til lögmálshlýðni gerir vart við sig. Sú áherslubreyting kann
51 Sjá John S. Kloppenborg, „Nomos and Ethos in Q,“ í James E. Goehring o.fl. ritstj., Gospel Origins and Christi-
an Beginnings: In Honor ofjames M. Robinson 1990, s. 40.
52 Ibid., s. 43.
53 Ibid., s. 45-46.
145