Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 148
að liggja í því að fólkið sem notaðist við texta Ræðuheimildarinnar hafði
komist í samband við annan hóp fólks úr frumkristni sem lagði einmitt
þunga áherslu á hlutverk lögmálsins (eins og fólkið að baki Matteusarsam-
félagsins). Yngsta viðbótin við Ræðuheimildina er jafnan talin hafa verið
Freistingarfrásagan:
Q 4.1-13 (freistingar: lögmál; musteri)54
í þessari sögu endurspeglast þau viðhorf til lögmálsins (Tóra) þar sem deil-
ur eru settar niður og hegðun ákvörðuð á grundvelli lögmálsins.55 Loks
gnæfir þar musterið í forgrunni sögusviðsins en ekki vegna fórnanna sem
innan dyra þess fara fram heldur sem tákn arkarinnar sem varðveitir Tór-
una. Eyal Regev hefir rannsakað samband hugmynda um siðferði, hrein-
leika og musteri við upphaf hins kristna átrúnaðar. Höfundur telur að Jesús
frá Nasaret hafi aukið meðvitund fólks um hreint siðferði og jafnan lagt
áherslu á þann þátt í mannlegu fari umfram siði (ritúöl) sem þekktir voru
í menningarumhverfi Jesú og iðkaðir voru í nafni hreinsunar (sálar og lík-
ama). Engu að síður segir Regev Ijóst að þessar breyttu áherslur hafi engan
veginn endanlega rutt úr vegi hugmyndum um það hvernig siðir hefðu
áfram verið iðkaðir í hreinsunar tilgangi né um það hvernig fórnarþjón-
ustan í Jerúsalem færi fram á meðan musterið enn stóð uppi. Sambandið
á milli siðanna og siðferðiskröfunnar endurspeglar aðstæður jafnt í grískri
menningu og Gyðinga (Kúmransamfélagsins).56
54 Ibid., s. 46. Kosch tekur þessa síðustu períkópu ekki til umfjöllunar og gengur ekki út frá samsetningarsögu
Ræðuheimildarinnar sem Kloppenborg hefir sett fram (Formation, s. 102-262). Hann viðurkennir að eig-
inlegar tilvísanir til lögmálsins séu fáar í Ræðuheimildinni en gefur sér engu að síður að forsendu að hefð
þess liggi meir og minna að baki heimildinni (þvert á niðurstöður Kloppenborg). Hann segir, „ Die Frage
nach der Stellung von Q zur Tora ist... im Blick auf die gesamte Komposition und ihre einzelnen Blöcke zu
stellen und nicht auf die oft kaum mögliche Klarung des Torabezugs einzelner Texte zu verengen," (Tora des
Menschensohnes, s. 447).
55 Ibid., s. 47-48.
56 “Moral Impurity and the Temple in Early Christianity in Light of Ancient Greek Practice and Qumranic
Ideology" 20004, s. 383-411.
146