Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 150
óbeinu vísun til Fyrstu Mósebókar. Móse og Platon renna þannig saman í
framsetningu höfundar bréfsins.
Jackson-McCabe heldur því fram að hugmyndin um „hið gróðursetta
orð (lógos)“ eigi sér rætur í speki Stóumanna.61 Orðið (lógos), að hans skiln-
ingi, er umfram allt lögmál og ekki boðskapur í anda fagnaðarerindisins.
Þetta innra orð á sér um leið ytra form sem er Tóran sjálf.62 Enda þótt orða-
lagið um hið gróðursetta orð eða lögmál eigi sér fyrirmynd í speki Stóu-
manna þá er sú eina vísbending (Jk 1.21) harla fátækleg til að draga jafn
afdrifaríkar niðurstöður og Jackson-McCabe gerir.
Lögmálinu (nómos) er enda stillt upp eins og fyrirbæri sem er til utan
manneskjunnar í Jakobsbréfi (1.25) og til þess er vísað á augljósan hátt sem
Tóra (2.8-12; 4.11) eða með öðrum orðum utan skynseminnar. Lögmálið
frelsar (1.25) og er fullkomið (teleios). Spekin og ambátt hennar skynsemin
gera manneskjunni kleift að tileinka sér frelsið í gegnum lögmálið og öðlast
sanna fullkomnun.63
Þessi frumkristna túlkun, sem á rætur í einni af elstu heimildum um
hin kristnu trúarbrögð, Ræðuheimildinni, heldur áfram og er ítarlega út-
færð í Jakobsbréfi sem bendir til þess að bréfið eigi sér sjálft rætur á fyrstu
öld. Þegar þessari grein kristindómsins er fylgt eftir yfir á aðra öld á meðal
gyðing-kristinna hópa eins og Ebjóníta (e.: Ebionites), þá fyrst eru áhrif
píslarsögunnar og messíasartúlkunar eins og í Matteusarguðspjalli orðin
þrándur í götu lögmálstúlkunarinnar. í tilraunum sínum til að tileinka sér
lagahefð Matteusarguðspjalls þá hafna Ebjónítar fæðingarfrásögunni (Mt
1-2) og halda manninum Jesú og guðinum Kristi skýrt aðgreindum. Aðeins
61 Logos and Law, s. 135-192.
62 Logos and Law, s. 190. Hann segir, „Now it must be pointed out at once that James's emfustos logos is first
and foremost a law—indeed, an internal law which fins written epxression in the Torah—and not a „gospel“
in the usual sense of that term as a narrative proclamation," (ibid).
63 Patrick J. Hartin lýsir Jakobsbréfi sem trúariðkun fullkomnunarinnar, A Spirituality of Perfection: Faith in
Action in the Letter of James 1999.
148