Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 162
þar eigi skáldið við sjálfan Jesú Krist. Sú skýring hafði verið nefnd að skáldið
hafi þar verið að vísa á krossinn en ekki Krist, en Friðrik Bergmann telur
það útúrsnúning og í sjálfu sér engu betra, því að ekki sé hægt að persónu-
gera krossinn á annan hátt en þann að þar sé um Krist sjálfan að ræða.4
í kvæðinu Örbyrgð og auður er það boðskapur skáldsins um að auður
skipti aðalmáli þegar um er að ræða náð guðs sem fer mest í taugarnar á
ritdómara Sameiningarinnar. Þetta telur hann afskræmingu á boðun Krists
sem kom með fagnaðarerindi sitt í heiminn einmitt til hinna fátæku og
smáu. í ljóðinu er þessu snúið við, segir í ritdóminum, og fullyrt að kristnin
boði að fátækum sé hegnt í vítiseldi í öðru lífi, en auðmönnum launað með
sælu bæði á jörðu sem og á himni.
Sameiningin tekur fyrirvara ritstjóra Sunnanfara ekki gildan, heldur
kallar ljóðin „óþverra guðlast“ og bætir við:
Siðaðir menn sem kastað hafa trú sinni á kristindóminn, hafa þó ætíð svo
mikla virðingu fyrir því, sem öðrum mönnum er heilagt, og fyrir því, sem
unnið hefur aðra eins sögulega helgi og kristindómurinn, að þeir álíta sig of
góða til að fara með guðlast.5
Prestanir fullyrða að haldi Sunnanfari áfram að birta ljóð og annað efni af
þessu tagi muni gott fólk loka dyrum sínum fyrir blaðinu. Ljóð Þorsteins
féllu annars í góðan jarðveg hjá mörgum íslendingum vestan hafs og hafði
Jón Ólafsson ritstjóri Heimskringlu séð til þess að hin andkristilegu ljóð
komu snemma fyrir augu landa hans þar og skýrir það að hluta til hörð
viðbrögð prestanna.
Vinir Þorsteins í Kaupmannahöfn létu sér ekki vel líka viðbrögð Vestur-
heims prestanna íslensku og þjöppuðu sér saman um hirðskáld sitt og
studdu Þorstein í verki með því að safna fé til styrkar honum, en hann átti
jafnan á brattann að sækja þegar um lífsafkomu var að ræða. Sameiningin
4 Sama.
5 Sama.
160