Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 164
Þorsteinn tekur upp hanskann fyrir hinn bugaða vin sinn og steytir hnef-
ann framan í óvininn:
Ó, kirkjunnar hornsteinn, þú Helvítisbál,
þú hræðslunnar uppsprettan djúpa,
hve hæglega beygirðu bugaða sál
til botns hverja andstyggð að súpa.
Hve máttugur trúboði er meinsemd og hel,
ó, mannlega hörmung, hve fer þjér það vel,
að kúgarans fótum að krjúpa.
Trúvarnarmenn heima á Fróni
En það voru ekki alveg allir Islendingar í Kaupmannahöfn sem heyrðu
undir áðurnefnda lýsingu Vesturheimsprestanna á vantrú og spillingu ís-
lenskra stúdenta. Á þessum árum var Haraldur Níelsson við guðfræðinám
í Kaupmannahöfn og í kringum hann myndaðist lítill hópur íslenskra stúd-
enta sem flestir stunduðu guðfræðinám. Þeir ætluðu sér mikinn hlut í við-
reisn kristni og kirkju þegar að því kæmi að snúa heim til íslands að námi
loknu. Kjarninn í þessum nána hópi voru þeir Friðrik Friðriksson jafnaldri
Haralds, síðar leiðtogi KFUM og K á íslandi og Jón Helgason síðar prófess-
or og biskup. Jón var nokkrum árum á undan Haraldi í námi en þeir skrif-
uðust reglulega á eftir að Jón hélt frá Kaupmannahöfn heim til íslands og
tók að sér kennslu við Prestaskólann í Reykjavík. í þessum hópi var einnig
Sigurður Sívertsen síðar prestur og prófessor við guðfræðideild Háskóla ís-
lands. Þessir menn sóttu messur á námsárum sínum í Kaupmannahöfn og
héldu sig að kristilegum félögum og kristilegum samkomum stúdenta sem
voru meira og minna tengdar danska heimatrúboðinu og KFUM í Kaup-
mannahöfn.
Haraldur kom heim frá námi vorið 1897. Þá hafði Jón vinur hans stofn-
að tímaritið Verði Ijós og sett blaðinu það markmið sem þeir félagar höfðu
rætt fram og aftur á fundum sínum í Kaupmannahöfn, sem sé að mynda
skjaldborg um kirkju og kristna trú og ekki aðeins það, heldur að hrinda af
162