Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Síða 166
að nafninu til, sem samviskan getur sofnað við en slíkur kristindómur er
„bæklaður, huggunarsnauður og í raun og veru dauður kristindómur.“8
í sinni grein bregður Haraldur upp mynd af því umhverfi sem umræður
um trú og vísind fóru fram í meðal íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn.
Hann sagðist lengi hafa vitað Guðmund langandvígastan kristinni trú af
öllum löndum sínum að Þorsteini Erlingssyni einum frátöldum og hann
bætir við:
Ég man vel eftir því enn, að þú komst einu sinni til mín í Kaupmannahöfn,
sem oftar, og hélst því þá sterklega fram, að allur kristindómurinn hlyti að
standa og falla með upprisu Jesú; og það var alveg rétt ályktað. Væri Jesús
upprisinn, þá hlyti kristindómurinn að vera sannleikur; væri hann eigi upp-
risinn, hefði hann verið hugarburðarmaður eða blátt áfram svikari; ... þú
hafðir þau ummæli, að gætir þú sannfærst um sannleik upprisunnar, skyld-
ir þú kasta öllum efasemdum þínum á glæ.9
Meginþemað í grein Haralds er það sama og hjá Jóni. Það sé ekki hægt að
aðgreina Krist og kristindóm. Vantrúin hafnar Guði og þar með Kristi og
mynd vantrúarmannanna af Kristi afskræmist í meðförum þeirra af því að
þeir hata hann. Hatur þeirra á Kristi er sprottið af sjálfsdýrkun þeirra, þeir
eru fullir eigingirni og hroka gagnvart Guði og þessi afstaða er, segir Har-
aldur, bein ávísun á veg glötunar fyrir einstakling og þjóðir. Vantrúin er
sprottin af því að menn hafna hinum krossfesta og upprisna frelsara, þeir
snúa baki við honum og kærleiksfórn hans.10
Það kemur berlega í ljós að Haraldur er ekki aðeins að fjalla um nokkur
ljóð heldur fær hann hér kærkomið tækifæri til að kalla fólk til ábyrgðar og
vekja hjá því vitund um nauðsyn þess að taka afstöðu í trúarefnum en það
var stefna blaðsins eins og áður segir. Hann skrifar:
8 Verði ljós. Febr. 1898:20.
9 Isafold (25,35) 4. júní 1898:137.
10 Verði ljós. Febr. 1898:21.
164