Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Side 167
í raun og veru hryggist jeg eigi yfir því, að þessi árás er komin fram; það
er miklu betra, að slíkur andi komi berlega í ljós, en að hann felist í leyn-
um. Fyrir alla þá, sem standa hálfvolgir og hirðulausir um þessi efni, verður
slíkt hvöt til þess að hallast til annararhvorrar hliðarinnar, í stuttu máli sagt:
kjósa hvort þeir vilji heldur vera með eða á móti Kristi.11
Haraldur fullyrti að Þorsteinn hafi algerlega misskilið eðli kristindómsins
og hlutverk hans fyrir menningu og samfélag. Hann dregur fram tvöfalda
kærleiksboðorðið og leggur út frá því í gagnrýni sinni á lífsskoðun Þyrna:
Þú skalt elska guð þinn af öllu hjarta og náungann eins og sjálfan þig“, seg-
ir hann hafi að miklu leyti ummyndað heiminn og hugarfar mannanna.
„Kristindómurinn er ávalt að því,“ segir hann, því að það er kristindóm-
urinn, sem gróðursett hefir mannúðina í heiminum. Það er kristindóm-
urinn, sem hefir kennt oss að meta gildi hverrar einustu mannsálar.12
Til kristindómsins má samkvæmt Haraldi rekja eftirfarandi hugsjónir og
gildi:
• Jafnrétti karla og kvenna.
• Útrýmingu þrælahalds.
• Skyldurækni og umhyggu fyrir sjúkum og bágstöddum.
Og hann spyr í áframhaldi af þessu: „Á nú að kippa öllu þessu burtu, og það
þótt menn hafi ekkert að setja í staðinn?"13
Þegar á deiluna líður dregur Jón Helgason sig til baka en Haraldur verð-
ur enn harðari í afstöðu sinni og grípur þá jafnvel til sjónarmiða sem síst
máttu vera til framdráttar kristninni meðal hinna upplýstu menntamanna
frá Kaupmannahöfn. Það er ljóst að í þessari deilu er Danska heimatrú-
boðið fyrirmynd hans að sönnum kristindómi. í langri framhaldsgrein
sem birtist í ísafold 1, 4, og 8. júní 1898 telur hann helvítiskenninguna, þ.e.
kenninguna um að hinir vantrúuðu fordæmist að eilífu í eldi, rétta kristna
11 Sama.
12 Verði ljós. Febr. 1898:28.
13 Verði ljós. Febr. 1898:28.
165