Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Síða 172
gamla maninnum og tókst að verja málstað Búddatrúarinnar svo röggsam-
lega, að hann, sem í það sinn tók málstað kristninnar, hrökk tæplega við.
Þegar ég gekk í burt, hélt ég hálfvegis, að nú væri hann í svipinn sannfærð-
ur Búddatrúarmaður, og eflaust hefir hann heldur ekki í það sinn fundið,
hversu ástæðum mínum yrði hrundið. En hvernig fór? Þegar ég var genginn
burtu settist hann niður í þungum þönkum og yrkir eitt af sínum fegustu og
trúðustu kvæðum. Guð minn guð, ég hrópa.19
Búddisminn hefur höfðað til séra Matthíasar vegna þess að hann bauð upp
á íhugunaraðferð til að stilla hugann og forða honum frá að festast í nei-
kvæðum hugsunum, hugarvíli og dauðahræðslu, sem oft sótti á skáldið.
Matthías bjargaði í þetta sinni bjartsýnni guðstrú sinni með því að yrkja sig
burt frá efasemdunum eins og Guðmundur bendir á. í lok kvæðisins fær
skáldsins frið í sálina.
Dæm svo mildan dauða,
Drottinn þínu barni,
eins og léttu laufi
lyfti blær frá hjarni,
eins og lítill lækur
ljúki sínu hjali
þar sem lygn í leyni
liggur marinn svali.
Guðmundur hefur sjálfur ekki verið ósnortinn af málflutningi Matthíasar
og innst inni hefur hann átt meira sameiginlegt með vini sínum en hann
lét í Ijós við hann er þeir deildu. Eftirfarandi klausa úr einni baráttugrein
Guðmundar gegn þeim félögum Haraldi og Jóni gæti hafa runnið beint úr
penna hins frjálslynda og umburðarlynda þjóðskálds.
Málfræðin hefir slöngvað nýju ljósi yfir hinar heilögu bækur biblíunnar,
og veitt oss aðgang að hinum heilögu bókum annara trúarbragða. .. Sam-
anburðar guðfræðin hefir myndast, jarðfræðin kent oss margt um uppruna
jarðarinnar, stjörnufræðin um sólkerfin, dýra- og jurtafræðin vakið sterkan
19 Guðmundur Hannesson 1963: 36.
170