Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2007, Side 50

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2007, Side 50
Kristur, menning og kleyfgreining Greinasafn Ward, Christ and Culture, kallast á við samnefnda guðfræðibók þar sem einnig var fjallað um kristinn arf og samtímann. Hér er átt við ritið Christ and Culture eftir H. Richard Niebuhr frá 1951 sem hafði mik- il áhrif á guðfræði á síðari hluta 20. aldar. í Christ and Culture tefldi Nie- buhr fram fimm líkönum af tengslum Krists og menningarinnar.^ Ward tekur upp merki Niebuhr um tengsl hins kristna boðskapar við menning- una, en gagnrýnir Niebuhr fyrir tvískiptingu á milli Krists og samfélags- ins. Samkvæmt Niebuhr er hægt að hugsa sér tengsl menningarinnar og Krists á fimm vegu, en í þeim öllum er litið til Krists og kúltúrsins sem aðgreindra veruleika. „Vandamálið er,“ segir Ward, „að Kristur er þegar menningarlegt fyrirbrigði.“ Hann heldur áfram: Við höfum engan aðgang að Kristi, sem hefur ekki þegar verið gegnsýrð- ur og túlkaður af menningu. Hvað ef við þess í stað færum aðra leið að spurningunni um Krist og samtímann? í stað þess að reiða fram flokkun á hinum ýmsu guðfræðilegu svörum sem slík tvenndarhugsun styðst við, væri hægt að gera guðfræðilega spurningu að útgangspunkti; sem sé að lesa bygg- ingu kristinnar trúar út frá því sjónarmiði að það getur enginn skilið að Krist og menninguna?^ Hvaða áhrif hefði það á hvernig Kristur er predikaður í samtímanum ef Ward hefði á réttu að standa og tengsl Krists og menningarinnar reynd- ust miklu nánari og flóknari en hinir fimm vegir Niebuhr gáfu til kynna? Fyrsta líkanið er „Kristur gegn menningunni,“ þar sem skilin á milli hinna kristnu útvöldu safnaða og annarra eru mjög sterk og skýr. Annað líkan Niebuhr er „Kristur menningarinnar“, þar sem menningin og Kristur renna saman í eitt og krossdauði Krists verður tákn um félags- aðlögun manneskjunnar. Samkvæmt þessari leið Niebuhr verður kristin trú „heimspekileg þekk- ing á veruleikanum og siðfræði til að bæta lífið." Síðustu þrjú Iíkön Niebuhr leita öll meðal- vegar á milli þeirra skörpu andstæðna, þar sem Kristur og kúltúrinn renna annað hvort saman eða eru í algerri og ósamrýmanlegri andstöðu hvert við annað. „Kristur yfir menningunni“ er þriðja líkan Niebuhr, þar sem áherslan er lögð á „bæði og“-Iausn frekar en „annað hvort- eða“- lausnir. Þannig leitar menningin og Kristur samþættanlegra en ólíkra markmiða. Fyrir þeim sem aðhyllast þriðju leiðina, er samtal við samtímann nauðsynleg skylda við að lifa í samfélagi stunda og staða, en boðskapur Krists leitar einnig út og upp fyrir sjónarmið samtímans. „Kristur og menningin sem þversögn“ er fjórða leiðin og fjallar um hina tilvistarlegu glímu, þar sem manneskjan horfist í augu við aðstæður sínar, synd og hugmyndafræði, og öðlast sýn til Guðs. Síðasta leiðin er að líta á „Krist sem umbreytanda menningarinnar." H. Richard Niebuhr, Christ and Culture, (New York: Harper Perennial), 1956. 5 Graham Ward, „Introduction“ í Christ and Culture, 21.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.