Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2007, Side 58

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2007, Side 58
hann. Þessi nálægð/fjarlægð tengir Jesú við þversögn þess að vera í líkama, skilyrtur stað og stund, og einnig „máttur meðal allra þjóða. “22 Ágústínus telur að með því að snerta klæði Jesú geti hinn heiðni eða sú heiðna komist inn í návist hins heilaga. Þegar konan snertir Jesú breytast mörkin milli þess sem er fyrir utan og innan hið helgaða. Konan með blóð- látin verður hluti af líkama Krists. Ágústínus segir: „Verið þá líkami Krists, ekki þfystingurinn á líkama hans. Klæðfaldur hans er yður gefinn til að snerta, svo að þér verðið hrein af blóðlátum, það er af lystisemdum holdsins. Snertið því ef þér þjáist af blóðlátum."23 Af útleggingu Ágústínus- ar má ætla að það sé heimilt að snerta Jesú, beinlínis ætlast til þess til þess að hinn heiðni utangarðsmaður losni undan holdinu sem blóðlátin tákna, og flytjist yfir til hinnar kristnu kirkju sem er líkami Krists. Það að snerta klæðið verður hluti af fyrirfram úthugsuðu náðarverki sem losar manneskj- una frá synd og heiðni og gerir hana að þátttakanda í annars konar sam- félagi. Ágústínus leggur að jöfnu blóðrennsli frá leggöngum, holdið, synd- ina og heiðnina. Eftir stendur umbreyting, þar sem hinum blæðandi, kven- gerða syndara er breytt í skraufþurra kirkju; hin óhreina hefur verið hreins- uð og tekin inn í Guðsríkið. Með því að benda á útleggingu Ágústínusar á Mk. 5 hef ég dregið fram nokkur andstæðupör í guðspjallsssögu og hefðarsögu, tvenndir eins og t.d. heilagt og veraldlegt, hreint og óhreint, eilíft og tímabundið, kirkja og sam- tími, karllegt og kvenlegt, andlegt og líkamlegt, sem varða upphafsspurn- ingu greinarinnar um tengsl samtíma og hins kristna arfs. Mörg þessi pör koma fram í texta Ágústínusar, önnur eru falin undir yfirborðinu. Eg velti því fyrir mér hvort og hvernig sé hægt að afbyggja slíkar tvenndir, hreyfa við tvenndarhugtökum í kristinni trúfræði og því stigveldi milli hins kven- læga og karllæga, holdlega og andlega sem slík hugsun opinberar. Grein Ward um Rof-Krist getur hér að mínum dómi orðið að liði. Bæði Ágústín- us og Ward gera ráð fyrir möguleika á tengslum milli Krists og þeirra sem standa utan við kirkju hans. Páll postuli ræddi um kirkjuna sem líkama 22 Philip Schaff (ritstj.) A Select Library of the Nicene and Post-Nicene Fathers of the Christian Church. Volume VI Saint Augustin (Grand Rapids, Michican: Wm.B. Eerdmans Publishing House 1956), 299. 23 Ágústínus í A Select Library of the Nicene and Post-Nicene Fathers, 230. 56
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.