Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2007, Side 77

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2007, Side 77
III. Jafnræði - mannhelgi Það grundvallargildi samfélags okkar að við séum öll jöfn sem manneskj- ur er hugsjón (ideal). Á þeirri mikilvægu hugsjón byggja öll mannréttindi. „Allir menn eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi“ segir í þriðju grein Mann- réttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Síðasta orðið í þessari kjarna- grein, „mannhelgi“, felur í sér griðland manneskjunnar í heiminum.33 það merkir að einstaklingnum, hver sem hann er, ber réttur til að vera hann sjálfur, réttur til að móta athafnir sínar og hugsanir í samræmi við eigin vilja og verðmætamat. Og orðið mannhelgi felur enn meira í sér. f því felst líka að sérhver einstaklingur eigi að fá að halda reisn sinni sem manneskja. Sérhverjum einstaklingi ber sérstök virðing, sjálfræði og sjálfsvirðing.* * 3^ Samhliða þessari mikilvægu siðfræðihugsun er önnur jafnmikilvæg. Hér á ég við hugmyndina um óhlutdrægni í garð manna sem helst í hend- ur við jafnaðarhugsunina í mannhelgihugtakinu. Allar siðfræðikenningar fela í sér þessa hugmynd um óhlutdrægni: að draga ekki hlut eins fram yfir hlut annars eftir geðþótta.33 Grunnhugmynd allrar siðfræði sem við nefnum því nafni er að hags- munir hvers og eins séu jafn mikilvægir. Saman mynda þessar hugmynd- ir um jöfnuð allra manna og óhlutdrægni vörn gegn því að skipta fólki í tvo hópa: okkur og hin. Að hugsa eftir línum aðgreiningarhugsunar hef- ur verið rótin að verstu glæpum mannskynssögunnar. Kynþáttahyggja í öll- um sínum sögulegu birtingarmyndum, já og hvaða hyggja sem er, sem gengur út á að aðgreina fólk af ómálefnalegum ástæðum, gera meira úr hagsmunum og velferð eins hóps á kostnað annars í samfélaginu, ætti að vera víti til varnaðar. Frá siðfræðilegu sjónarmiði eru því engir sérréttinda- hópar til. Líf sérhvers einstaklings hefur sama gildi og líf allra annarra. í hnotskurn er krafan um óhlutdrægni ekkert annað en bann við geðþótta í framkomu við fólk. Óhlutdrægnisreglan bannar því alla mismunun.36 Þetta bann við mismunun er eitt af grundvallarhugtökum í alþjóðlegum 33 Þetta orðalag er fengið frá Vilhjálmi Árnasyni, „Mannhelgi og mannréttindi" í Broddflugur (Háskólaútgáfan: Reykjavík 1997) s. 251. 3^ Sama heimild. 35 Sbr. James Rachels, Stefhur og straumar i siSfmSi. (Háskólaútgáfan: Reykjavík 1997) s. 25. 3^ Þessi umræða byggir á Rachels, Stefnur og straumar í siðfræði, s. 117-124. 75
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.