Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 9
STEFANÍA FERDÍNANDSDÓTTIR
OG SÖFVIJÓNSSON SMIÐUR, SAUÐÁRKRÓKI
eftir SÖLVA SVEINSSON
Sauðárkrókur var myndarlegt þorp um aldamót, þar bjuggu
rúmlega 400 sálir undir Nöfum, milli Sauðár og Gönguskarðs-
ár. I brekkurótunum rétt norðan við Sauðá, þar sem áin rann í
sveig til sjávar, stóð kirkjan hvít og áberandi þar sem hana bar
við gráa brekkuna, hvort sem menn komu framan úr dölum eða
sigldu inn fjörðinn. Bærinn hafði vaxið býsna ört, þar var
bryggja, þar bjuggu læknir og sýslumaður. Ibúarnir lifðu af
sjósókn og verzlun, en atvinna var þó stopul á veturna, og lang-
flestir þorpsbúar áttu ær og kýr. Samt sem áður var afkoma
fólks á mölinni ekki lakari en þeirra, sem voru í vist hjá
bændum. Og oft var eini útvegurinn til að stofna heimili að
flytjast úr sveit að sjó, af því að fáar jarðir losnuðu til ábúðar.
Flestir komu sér fyrir í þorpum eða bæjum, þar sem bjarglegt
þótti, en margir fluttust til Ameríku í von um búsæld á grænum
grundum.
Stefanía Ferdínandsdóttir og Sölvi Jónsson voru í hópi
þeirra, sem settust að á Sauðárkróki vorið 1902; fengu inni í
Flótel Tindastóli, en réðu sig í kaupavinnu fram í sveit fyrsta
sumar sitt á Króknum.
I
Marín Stefanía Ferdínandsdóttir fæddist á Hróarsstöðum í
Vindhælishreppi á Skagaströnd 6. nóvember 1875 skv. kirkju-
bók, skírð 28. sama mánaðar. Sjálf sagðist hún vera fædd 7.
7