Skagfirðingabók - 01.01.1991, Síða 12
SKAGFIRÐINGABÓK
ur undir Jökul, annaðhvort til Hellissands eða Ólafsvíkur, en
þar fékk hún skjól hjá kaupmannsfrú einni, sem hýsti fátæk-
linga í lofti hjá sér og gaf þeim að borða. Elín vann síðan í þessari
fiskistöð, unz hún kynntist mannsefni sínu, Magnúsi Magnús-
syni, og fór norður í Húnavatnsþing með honum.
Magnús var fæddur um 1753, og hafa þau Elín verið gefin
saman um 1788.1 manntali 1802 eru þau leiguliðar í Harastaða-
koti á Skagaströnd og búa þar með þremur börnum sínum, Sig-
ríði, Gísla og Elínu. I manntali 1816 er Elín orðin ekkja, þá
vinnukona á Arbakka á Skagaströnd.
Elín var nokkuð hagorð, en vísur hennar eru týndar að
undanskildum einum botni:
gamla árið endi ég
út með táraflóði.
Elín safnaði völum og smjörvalsiglum, átti fulla belgi af þess-
um gullum og lánaði börnum, en gekk ríkt eftir, að þau skiluðu
hverju beini.
Móðir Stefaníu var kona Ferdínands, Herdís Sigurðardóttir,
af svonefndri Steingrímsœtt, sem kennd er við Steingrím Magn-
ússon, sem mun hafa búið í Skagafirði. Hann átti meðal annarra
barna Guðrúnu, sem giftist séra Jóni Þorgeirssyni, presti á
Hjaltabakka, föður Steins biskups. Páll hét annar sonur Jóns
prests. Hans dóttir var Guðrún, gift séra Eyjólfi á Brúarlandi.
Þeirra dóttir Kristín; hún giftist Þórði á Kambi. „Þeirra dóttir
Anna, hennar maður var Einar Jónsson í Holtskoti. Þeirra dótt-
ir Ragnheiður, gift Sigurði Sigurðssyni. Voru þau foreldrar
Herdísar móður minnar. En foreldrar Sigurðar þessa voru
Halldóra Samsonardóttir frá Keldudal og Sigurður Brands-
son,“ segir Stefanía. Herdís var 39 ára, þegar Stefanía fæddist,
og var hún sjöunda barn hennar; síðar fæddist Sigurður. Þrjú
10