Skagfirðingabók - 01.01.1991, Qupperneq 14
SKAGFIRÐINGABOK
mér alla tíð einstaklega góð, enda góðir drengir bæði tvö.“ Synir
þeirra voru Þorsteinn rithöfundur (Þórir Bergsson) og Magnús
prófessor.
Á fyrsta hjúskaparári þeirra, veturinn 1881-82, fór Stefanía í
heimsókn til föðursystur sinnar og guðmóður, Marínar Gísla-
dóttur, sem þá vann sr. Jóni og Steinunni; Marín og Bjarni mað-
ur hennar, Benediktsson, bjuggu síðar í Hamarsgerði á Fremri-
byggð og víðar. Prestshjónin „slepptu mér ekki heim aftur fyrr
en um jól. Síðan var ég hjá þeim . . . öðru hverju, meðan ég var
barn. . . . Ekki var ég á Hofi til þess að vinna, heldur til þess að
fá nóg að borða.“ Prestshjónin vildu taka Stefaníu í fóstur, en
þau Herdís og Ferdínand vildu ekki þiggja það boð.
Sr. Jón tók pilta á heimili sitt til kennslu, og meðal þeirra var
Guðmundur Scheving, síðar læknir á Hólmavík. Hann kenndi
Stefaníu Eldgömlu ísafold, ljóð og lag, en Bjarni Thorarensen
skáld var afi hans.
Vorið 1887 fóru Ferdínand og Herdís búi sínu að Skeggja-
stöðum á Skagaströnd, þá var Stefanía 12 ára. Ári síðar dó
Herdís. Sr. Jón og Steinunn ítrekuðu þá ósk sína að taka Stefan-
íu í fóstur, en Ferdínand kaus að standa sjálfur að uppeldi dótt-
ur sinnar. „Eg fer, þegar ég fer að ráða mér sjálf,“ sagði hún.
„Eg man neyðina fellivorið mikla 1887,“ segir Stefanía, „og ég
held, að ég skammti aldrei svo mat, að ég ekki minnist þessa
vors. Á Skagaströnd höfðu verzlanir ekkert til að selja, því að
ísar hömluðu, að skip kæmust á hafnir. Sumarið áður hafði ver-
ið þetta dæmalausa óþurrkasumar, hey hröktust mjög, þorn-
uðu aldrei sem þurfti og fúnuðu.. . . Pabbi og mamma áttu eina
kú og misstu hana þenna vetur, og eftir það var engin mjólk í
kotinu, en börn á heimilinu. Mig minnir, að pabbi ætti þrjátíu
ær um haustið 1886, en aðeins sex þeirra tórðu af veturinn. . . .
Margt var þá etið, sem ekki gat talizt kræsilegt. Á fátækum
heimilum, sumum hverjum að minnsta kosti, var enginn súr til
að bæta með horkjötið, en jafnan var reynt að gera sviðabeinin
meyr, og síðan voru þau etin. Að síðustu var engin björg til á
12