Skagfirðingabók - 01.01.1991, Side 15
STEFANÍA FERDÍNANDSDÓTTIR OG SÖLVI JÓNSSON
heimilinu. Þá var gripið til fjallagrasa, þau soðin, unz úr varð
þykkt lím, en ekki var hann lystugur þessi grasalímsgrautur.
Þegar hægt var að leggja grásleppunet sökum ísa og eitthvað
fékkst í soðið, voru hrognin strokkuð í strokk, unz þau urðu
hlaupkennd og ekki ólík sultu að því leyti. Var síðan tekið af
sköku þessari og látið út á grasalímið, en væminn var sá réttur.
Eg man, hve máttlaus ég var orðin af hor, en þó virtumst við
börnin ekki mögur að sjá, en það gerði bjúgurinn, sem á okkur
var; hann minnti á fitu, en svo var eins og hann rynni allur af
okkur í svefninum, meðan okkur dreymdi ljúfa drauma um
mat, mikinn og góðan.“
Stefanía var fermd frá Hofskirkju á Skagaströnd 26. maí
1890, á öðrum degi hvítasunnu, þá til heimilis á Skeggjastöð-
um. Þá var prestur sr. Jón Jónsson frá Hlíðarhúsum, sem var
kvæntur Þorbjörgu Maríu Einarsdóttur frá Arnheiðarstöðum í
Fljótsdal. Þau hjón gáfu henni fermingarbúnaðinn, peysuföt.
Sr. Jón fluttist síðar til Ameríku. Hann var góðmenni, ölkær
nokkuð, en vel látinn af sóknarfólki sínu. Við fermingu fékk
Stefanía eftirfarandi vitnisburð: Fyrir lestur prýdilegt, fyrir
kunnáttu þolanlegt, fyrir skrift vel, fyrir reikning dálítið, fyrir
hegðun dável. Við þennan vitnisburð er einkum athyglisvert,
að Stefanía skrifar vel og reiknar dálítið, en slíkar menntir voru
þá almennt ekki kenndar stúlkum, hvað þá dætrum fátækra
bænda. Vafalaust hefur hún notið dvalar sinnar á Hofi hjá sr.
Jóni og Steinunni, því að Ferdínand bóndi átti fáar frístundir til
þess að kenna börnum sínum.
Vorið 1890, eftir ferminguna, fór Stefanía að Saurum á Skaga-
strönd til hjónanna Guðjóns Jóhannessonar og Oddnýjar
Gestsdóttur og var þeim til léttis a.m.k. ár, líklega lengur. Þaðan
fór hún vinnukona að Höfnum á Skaga, til Jónínu Jónsdóttur,
ekkju Arna Sigurðssonar. „Ég var á sautjánda ári, er ég réðst til
vistar í Hafnir, og munu þá hafa verið 20—30 manns í heimili. . .
og fór ég í vistina á krossmessu.“
Hafnaheimilið var annálað fyrir myndarskap. Jónína rak þar
13