Skagfirðingabók - 01.01.1991, Qupperneq 16
SKAGFIRÐINGABÓK
stórbú og hafði mörg járn í eldi. Hún átti bát, sem hún gerði út,
sendi vinnumenn sína í ver og til hákarlaveiða, nytjaði æðarvarp
og stýrði innan húss sem utan af röggsemi; hélt ætíð ráðsmann
til þess að stjórna með sér. Verkaskipting var nákvæm og hag-
anleg, segir Stefanía, og Jónína hafði þann sið, að láta hjú sín
ganga í sem fjölbreyttust störf. „Þegar ég kom í Hafnir, var ég
stelpugopi og kunni ekki neitt til verka, en það, sem ég hef
numið, á ég gömlu húsfreyjunni í Höfnum að þakka. Hún var
óþreytandi að segja okkur til og sýndi okkur þá furðulega
þolinmæði, og oft mundi hún okkur, er hún kom úr kaupstað,
en ekki var henni um, að við eyddum kaupi okkar í einhvern
óþarfa.“ Eftir áramót kom alltaf kennari að Höfnum, og þá tók
Jónína börn af fátækum „og lét kenna þeim, fæddi þau - og
klæddi oft. ... I tvo vetur gerði Jónína mér . . . það vinarbragð
að gefa mér klukkustund á dag frá vinnu til þess að læra skrift
og reikning, og lét ekki koma fram á kaupi mínu. Var þessi
hjálpsemi hennar mér - umkomulausri - ómetanleg, því að guð
einn veit, hvað ég þráði að fá eitthvað að læra, en það þótti
goðgá í þann tíð, ef vinnustúlkur tóku að hnýsast í lærdómslist-
ir.“ Einu sinni á sumri lét Jónína fólk sitt sækja kirkju.
Stefanía var þrjú ár í Höfnum, og að þeim loknum átti hún
fatnað, bæði hvunndagsföt og spariklæðnað, og 10 krónur. I
árslaun hafði hún 40 krónur, en peysupils kostaði þá 10 krónur
og peysan 6 krónur.
Frá Höfnum lá leið hennar 1895 að Mælifelli, til sr. Jóns og
Steinunnar. Þar var hún í fimm ár og fylgdi svo þeim hjónum,
þegar sr. Jón fékk veitingu fyrir Ríp vorið 1900.
Daniel Bruun kom að Mælifelli með föruneyti sitt og gisti hjá
sr. Jóni. Frú Steinunn sendi pilta sína til veiða í Svartá, og fengu
þeir vænan lax. Hann var soðinn og borinn fram við mikinn
fögnuð gesta, og að áti loknu tók Bruun fatið og saup soðið; var
þá kominn galsi í mannskapinn. I eftirmat fengu þeir skyr með
rjóma og gerðu því góð skil.
Með tímanum lærði Stefanía ógrynni af kveðskap, sem hún
14