Skagfirðingabók - 01.01.1991, Blaðsíða 19
STEFANÍA FERDÍNANDSDÓTTIR OG SÖLVI JÓNSSON
fulltingis hennar. Dýravinur var hún og mikill.“ Svo segir
Albert sonur hennar í æviskrá.
Hólmar Magnússon fluttist á tíunda ári í Málfríðarbiís, sem
stóð skammt sunnan við heimili Stefaníu, yzt í Gróðrarstöð-
inni, sem svo var nefnd. „Marga rúgbrauðssneiðina á hún ofan
í mér,“ segir Hólmar í bréfi, „og ekki allar skornar við nögl.
„Aldrei láta barn sjá, að farið sé með mat, nema stinga einhverju
að því,“ sagði hún, „það gæti verið svangt." Þessi smávaxna
kona, sem auk þess að fæða af sér allan barnahópinn og hafa
tökubörn, stóð fyrir öllum búskapnum, garðrækt og skepnu-
haldi ásamt heyöflun. Hún var kvik í hreyfingum, skarpleit, bar
höfuðið hátt og var sem augun skiptu litum. Hún mátti ekkert
aumt sjá, hvorki hjá mönnum né málleysingjum."
„Stefanía var stálminnug, frásagnargleði hennar mikil, og
hún kunni einkar vel að segja sögu,“ segir Kristmundur Bjarna-
son í bréfi. „Hún var hafsjór minninga, sagna og alþýðukveð-
skapar. Það voru meiri reiðinnar ósköp, sem hún kunni af vís-
um og hafði jafnan á takteinum sem krydd.. . . Sagnafróðleikur
hennar var ekki að marki sóttur á bækur, heldur til samferða-
manna hennar fyrr á árum, og gat hún þá ósjaldan heimildar-
manna sinna. . . .
Stefanía var stolt kona, stórlynd, fastlynd og trölltrygg, þar
sem hún tók því. Frábærlega góð heim að sækja, og gestanauð
jafnan mikil. Hún lét eitt yfir alla ganga. Utangarðsfólki, sem
fæstir vildu á heimili sitt, stóðu þar opnar dyr, þótt það væri
henni ekki vandræðalaust.“
Sr. Jón á Mælifelli flutti bú sitt á 8-9 hestum út í Hegranes í
þremur ferðum. Vinnumaður hans nýráðinn, Sölvi Jónsson, fór
fyrir þeirri lest með Þorsteini prestssyni. Sölvi var „sterkur
maður, hægur og greindur, prýðilegur drengur í alla staði,“ seg-
ir Þorsteinn í æskuminningum sínum. Á Ríp kynntist Stefanía
Sölva Jónssyni. Þau giftust 16. maí 1902 og fluttust þá til Sauð-
árkróks.
2 Skagfirdingabók
17