Skagfirðingabók - 01.01.1991, Side 20
SKAGFIRÐINGABÓK
II
Sölvi Jónsson fæddist 24. ágúst 1879 á Völlum í Hólmi. For-
eldrar hans voru Jón Stefánsson bóndi þar, síðar í Skinþúfu, og
Ragnheiður Þorfinnsdóttir, vinnukona hans. Jón var sonur
Stefáns í Garðshorni, Jónssonar á Þrastarstöðum, og Guðríðar
konu hans, Sveinsdóttur. Ragnheiður móðir Sölva var dóttir
Þorfinns, sem síðast bjó á Hryggjum, Jónssonar hreppstjóra
Rögnvaldssonar á Kimbastöðum. Kona Þorfinns var Ingibjörg,
dóttir Bjarna á Sjávarborg, Jónssonar, og konu hans, Guðrúnar
Þorsteinsdóttur á Reykjavöllum, Pálssonar silfursmiðs á
Steinsstöðum, Sveinssonar. Páll silfursmiður var kvæntur
Guðrúnu Jónsdóttur frá Héraðsdal, sérstakri atorkukonu. Hún
var yfirsetukona „með yfirburðum“ segir Gísli Konráðsson í
Syrpum sínum, og „almæli voru það að jafnan segði hún fyrir
hvort börn þau yrði skammlíf eður eigi, er hún tók við, og geng-
ist það eftir.“ Guðrún umgekkst huldufólk í æsku og gaf börn-
um þess spenvolga nýmjólk að drekka, þegar hún var við
mjaltir.
Jón á Völlum átti þrjú börn með Ragnheiði Þorfinnsdóttur,
auk Sölva þá Jón bónda á Mannskaðahóli ogjúníus, sem fór til
Vesturheims. Ragnheiður fylgdi Jóni syni sínum og dó hjá hon-
um á Mannskaðahóli.
Jón Stefánsson var kvæntur Kristínu Sölvadóttur frá Þverá í
Hrolleifsdal. Þau áttu saman fjögur börn, Jónínu Kristínu, sem
átti Jóhann Ingjaldsson á Bakka, Onnu Kristínu, sem síðast var
bústýra Jónasar Egilssonar á Völlum, Þorleif, sem átti Hólm-
fríði Símonardóttur í Litladal, bjó þar, en fór síðar til Ameríku,
og Stefán, sem kvæntist Onnu Halldórsdóttur og bjó í Minni-
Akragerði; fór til Vesturheims. Kristín Sölvadóttir lézt árið
1886.
Með Elínu Gunnlaugsdóttur frá Kirkjuhóli í Seyluhreppi
eignaðist Jón í Skinþúfu fimm börn. Hérlendis fæddust Kristj-
án og Ellimann, en í Kanada Jóhannes, Gunnlaugur og Jónína;
18