Skagfirðingabók - 01.01.1991, Síða 21
STEFANÍA FERDÍNANDSDÓTTIR OG SÖLVI JÓNSSON
mun Elín hafa gengið með Jóhannes, er þau stigu um borð í
útflytjendaskip árið 1900.
Jón Stefánsson var atorkumaður, stórbætti ábýlisjarðir sínar
bæði með ræktun og endurnýjun húsa. Hleðslur í gamla bæn-
um á Völlum eru að mestu hans verk og þykja sérstaklega vand-
aðar. A aldamótum lét hann jörð sína lausa; var þá kominn í
nokkur vandræði vegna kvennamála sinna og átti fyrir höndum
að greiða háar sektir til konungs.
Sölvi Jónsson ólst upp á Völlum og naut þeirrar fræðslu, sem
þá var títt og heimilin önnuðust undir eftirliti sóknarprests.
Hann var fermdur árið 1894, þá til heimilis í Skinþúfu. Prestur
kveður hann kunna og skilja ágætlega, reikna og skrifa dável,
hegðun er ágæt. Sölvi lærði smíðar hjá Halldóri Einarssyni, sem
var um tíma í húsmennsku á Völlum eftir 1896, var síðar á
Syðstu-Grund í skjóli Efemíu dóttur sinnar og Sigurjóns Gísla-
sonar. Halldór var smiður góður, og á Grund dvaldist Sölvi
vetrarpart við smíðanám, sem einkum var fólgið í að fylgjast
með, horfa á smiðinn vinna.
Sölvi var um hríð vinnumaður að Bakka í Hólmi hjá Gott-
skálk Egilssyni og Guðlaugu Arnadóttur, unz hann réðst í vist
til sr. Jóns á Ríp árið 1900. Rípurheimilið var annálað fyrir
glaðværð, og Sölvi bar þeim sr. Jóni og Steinunni ávallt vel
söguna. Sölvi lærði ýmislegt á Ríp, einkum þegar verið var að
kenna Magnúsi og Þorsteini prestssonum, t.d. Norðurlanda-
mál.
Sr. Jón og Steinunn voru á Ríp til 1904, að hann fékk lausnfrá
embætti sökum raddarmeins. Eftir það bjó hann á ýmsum stöð-
um vestanlands og í Húnaþingi, m.a. í Hamrakoti á Ásum og
hafði þá ekki mikið milli handa. Þar kenndi hann bróðursyni
sínum undir skóla, sr. Helga Konráðssyni, sem síðar varð heim-
ilisvinur Sölva og Stefaníu. Steinunn Þorsteinsdóttir lézt árið
1919, en sr. Jón 1927.
Sölvi Jónsson „var mjög skapmikill, en hversdagslega hýr og
glaðvær og óþrjótandi brunnur gamansamra sagna um menn og
19