Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 25
STEFANÍA FERDINANDSDÓTTIR OG SÖLVI JÓNSSON
hins vegar slátrað skömmu seinna, enda reyndist hann ekki
lengur kúneytur.
III
Sölvi og Stefanía byrjuðu búskap sinn með tvær hendur tómar.
Fyrsta heimili þeirra á Sauðárkróki var eitt herbergi í suð-
vesturhorni Hótels Tindastóls með smákompu fyrir eldhús.
Húsgögn áttu þau engin nema koffortin sín. Þau treystu sér
ekki til þess að sjá sér farborða í kauptúninu sumarið 1902, og
því réðst Stefanía í kaupamennsku til Alberts á Páfastöðum eftir
giftinguna, en Sölvi var áfram á Ríp. Vorið eftir fengu þau leigð-
an kvistinn á Nikódemusarhúsi, sem þá var ýmist kallað Árna
verts hús eða Theóbaldshús, nú Lindargata 7. Þar bjuggu fimm
fjölskyldur, samtals 20 manns. Eftir sem áður var Stefanía í
kaupamennsku á Páfastöðum sumarið 1903, en 11. júlí fæddist
þeim Sölva fyrsta barnið, Albert Guðmundur. Þau mátu Guð-
rúnu og Albert á Páfastöðum mikils, enda reyndust þau þeim
vel; t.d. var fágætt, að bændur vildu ráða vanfærar konur til
starfa og sýnir með öðru, hve atorkusöm Stefanía var til vinnu.
Eftir þetta bjuggu þau á Sauðárkróki til æviloka, í Nikó-
demusarhúsi til 1908, en þá fluttust þau í Guðfinnuhús
svonefnt, timburhús við Skógargötu, sem nú heitir svo. Það var
kennt við Guðfinnu Björnsdóttur, en hún var móðir Jakobínu
Jóhannsdóttur. Hún bjó á efri hæð hússins með manni sínum,
Maríusi Pálssyni. Gránufélagið átti þetta hús, en Sölvi réðst til
félagsins árið 1907. Þau Stefanía keyptu húsið skömmu fyrir
1911.
Arið 1927 steypti Sölvi ásamt sonum sínum hús utan um
gamla húsið, sem búið var í á meðan. Það var svo rifið smám
saman innan úr steinhúsinu, sem var innréttað jafnóðum. Þetta
verk hófst að vori, og um jól var stofan í nýja húsinu tilbúin.
„Þetta þótti óvenjulegt og sniðuglega upp hugsað hjá honum,"
23